Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Side 22

Skátablaðið - 01.07.1962, Side 22
allt land veita mikla aðstoð við framkvæmd hátíðahalda í tilefni af lýðveldisstofnuninni 17. júní. — Skátafjöldi 2112. 1945 20 ára afmælis B.Í.S. nrinnzt með veglegu afmælishófi í Reykjavík. — Skátafélagið Svanir, Stokkseyri, endurreist. — 3. skátamót Vestfjarða haldið í Hestfirði. — Skátafélagið Verðir í Svarfaðardal gengur í B.I.S. með 7 félaga. — Stofnað Leikfélag skáta í Reykjavík. — Reykjanes- mót haldið. — Skátafélagið Hraunbúar, Hafnarfirði, gefur út blaðið „Hraunbúinn“. — B.Í.S. og Úlfljótur gefa út Söguna um Baden-Powell. — Hraunbúar, Hafnarfirði, reisa útileguskála við Kleifarvatn. — Sam- tals 2360 skátar á íslandi. 1946 11 aðalfundur B.Í.S. — 9. landsmót skáta haldið í Mývatnssveit. — Landsmót kvenskáta haldið á Akureyri. — B.Í.S. ræður fastan starfs- mann til að annast framkvæmdir sínar. — Flokksforingjaskóli starfar á ísafirði. — íslenzkir skátar sækja mót í Svíþjóð, Danmörku og Skot- landi. — Skátafélagið Dalbúar, Laugarvatni, stofnað 1. desember. — Skátafélagið Áfram, Ytri-Njarðvík, stofnað 10. desember. — Skáta- félagið ísland stofnað í Stokkhólmi. — Skátafélögin í Reykjavík fá um- ráð yfir Skátaheimilinu við Snorrabraut. — Kvenskátafélagið Valkyrj- an, Akureyri, vígir skála sinn Valhöll. — Úlfljótur hefur eiginlega útgáfustarfsemi með útgáfu bókanna Skátarnir á Robinsoneyjunni og Við varðeldinn, 2. hefti. Hefur síðan gefið út fjöldamargar fróðleiks- og skemmtibækur fyrir skáta. — Samtals 2342 skátar á íslandi. 1947 Aukaaðalfundur B.Í.S. um ný lög. — Skátaheimilið við Snorrabraut í Reykjavík opnað 2. maí. — 90 íslenzkir skátar sækja Jamboree í Frakk- landi. — B.I.S. opnar skrifstofu í Skátaheimilinu í Reykjavík og ræð- ur framkvæmdastjóra, Vilberg Júlíusson. — Sveitarforingjaskóli starf- ar að Glaumbæ við Akureyri. — Hafnfirzkir og ísfirzkir skátar eignast skátaheimili. — Skátafélag Raufarhafnar stofnað 11. maí. — Skáta- félag Eskifjarðar stofnað 12. apríl. — Skátafélagið Nesbúar, Neskaup- stað, stofnað 9. febrúar. — Kvenskátafélögin Valkyrjur, Siglufirði, Ásynjur, Sauðárkróki, og Valkyrjan, ísafirði, ganga í B.Í.S. — Úlf- ljótur gefur m. a. út Skátasöngbókina (tvær útgáfur) og Skátastörf, handbók fyrir flokksforingja. — Kvenskátar sækja mót til Danmerk- ur. — Skátafjöldi 3075. 1948 10. landsmót skáta haldið á Þingvöllum með um 1000 þátttakendum, þ. á m. nokkrum erlendum gestum. M. a. tekin kvikmynd af mótinu og gefið út prentað dagblað. — 12. aðalfundur B.Í.S., sem jafnframt varð 1. Skátaþing, haldinn á Þingvöllum. Hrefna Tynes og Þorsteinn Einarsson kosin varaskátahöfðingjar. — Meðal útgáfubóka Úlfljóts er 48 SKÁTABLADI3

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.