Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Síða 25

Skátablaðið - 01.07.1962, Síða 25
1959 12. landsmót skáta haldið í Vaglaskógi. — 35 ára afmælis B.Í.S. minnzt með hófi í Skátaheimilinu í Reykjavík. — Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, gerist verndari íslenzkra skáta. — Gilwell námskeið haldið á Úlfljótsvatni og árlega síðan. — Skátafélagið Sigurfari, Höfðakaup- stað, stofnað 26. marz. — íslenzkir skátar sækja mót í Danmörku og Þýzkalandi. — Hraunbúar halda stórglæsilegt 20. vormót sitt í Helga- dal. — Fyrsta Landnemamót haldið á Þingvöllum. 1960 7’ skátaþing haldið á Akranesi. — Fyrstu nemendur íslenzka Gilwell skólans ljúka prófum sínum. — Skátafélagið Örn, Grafarnesi, stofnað 17. jan. — Skátafélagið Víkingur, Vík í Mýrdal, stofnað. — Skátafélag- ið Væringjar, Stykkishólmi, stofnað. — Skátasveit fatlaðra og lamaðra stofnuð í Reykjavík. — Ingólíur Ármannsson ráðinn framkvæmda- stjóri B.Í.S. — Akranesskátar gangast fyrir fjölmennu skátamóti í Botns- dal.. — Einherjar, ísafirði, gera miklar endurbætur á skátaheimili sínu. — Skátafélögin á Blönduósi og Skagaströnd halda skátamót í Vatnsdalshólum. — 6. skátamót Vestfjarða haldið í Arnarfirði. — Foringjaskólar starfa að Úlfljótsvatni og í Vaglaskógi. — B.Í.S. gefur út Foringjabókina, handbók fyrir skátaforingja. — Tvær íslenzkar skátastúlkur fara til Mexiko. — St. Georgs gildi stofnað á Akureyri. — Samtals 4071 skáti á íslandi. 1961 Forseti íslands heimsækir Reykjavíkurskáta í Skátaheimili þeirra. — Skátadagurinn haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í sumri og er ætl- unin, að svo verði jafnan framvegis. — íslenzkir skátar sækja mót og ráðstefnur til Noregs, Portúgal og Danmerkur. — Skátavasabókin kemur út, útgefin af Fálkum, S.F.R. — Fjöldamörg foringjanámskeið haldin víða um land, m. a. undirbúningsnámskeið fyrir Gilwell, auk þess sem Gilwell skólinn starfar að venju. — Akureyrarskátum gef- inn skálinn Skíðastaðir í Súlum. — Jónas B. Jónsson, skátahöfðingi, heimsækir skáta á Vestfjörðum. — Framherjar, Flateyri, eignast eigið húsnæði. 1962 Minnzt hálfrar aldar afmælis skátastarfs á íslandi. — 13. landsmót skáta haldið á Þingvöllum með um 2000 þátttakendum. — Skátahöfð- ingjafundur Norðurlanda haldinn í Reykjavík. — Norðurlandaráð- stefna kvenskáta haldin í Reykjavík. — Lady Baden-Powell heimsækir ísland. — 8. Skátaþing haldið. — Smáranámskeið kvenskáta haldið í fyrsta skipti á Úlfljótsvatni. SKÁTABLAÐIÐ 51

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.