Skátablaðið - 01.07.1962, Side 5
Góðir skátar.
Þegar þið fáið þetta blað í hendur, eru
sjálfsagt mörg ykkar í sumarstarfi, full af
áhuga á því að afla ykkur fjármuna, jafn-
frarnt því, sem þið styrkið ykkur við holl
útistörf. Eí' til vill hafa sum ykkar mögu-
leika á því að leggja eitthvað af kaupinu
til hliðar, svo að þið getið sjálf staðið
straum af dvöl ykkar á landsmótinu, en
þangað veit ég, að hugur ykkar margra
stefnir. Við eigum líka að fjölmenna þang-
að, svo að þetta afmælismót verði myndar-
legt og fari vel fram.
Þetta blað er helgað 50 ára skátastarfi
á íslandi. Mig langar til þess að hvetja
ykkur til að lesa vel þá þætti, sem ritstjór-
inn hefur dregið fram frá liðnum tíma. Ef
þið blaðið í gömlum skátablöðum verður
ykkur ljóst, hve geysimikið starf fjölmarg-
ir skátar hafa unnið, ungir og aldnir, kon-
ur og karlar. í áratugi hafa sömu skátarnir
oftsinnis verið í fararbroddi og ávallt verið
viðbúnir að koma til hjálpar, þegar til
þeirra hefur verið leitað. Starf þessara
mörgu skáta, sem ég nefni ekki hér, er gott
fordæmi fyrir ykkur, sem ung eruð. Kvöld
eftir kvöld og ár eftir ár hafa þeir eytt
flestum tómstundum sínum í þágu skáta-
starfsins, og laun þeirra hafa eingöngu ver-
ið fólgin í þeirri gleði og þeirri ánægju,
sem starf með ungum drengjum og stúlk-
■um veitir, ánægjunni að sjá skátana vaxa
og þroskast með íelagsstarfinu og tileinka
sér þær dyggðir, sem felast í skátalögun-
um.
Þeir skátar, sem hafa verið svo lánsamir
að njóta leiðsagnar slíkra manna, hafa orð-
ið ánægðir í skátastarfinu og ávallt verið
skátar, þótt störf þeirra hafi torveklað þeim
að sinna félagsstörfum að staðaldri.
Hins vegar megum við ekki daufheyrast
þeinr röddum, sem við heyrum oft, að skáta-
starfið gefi lítið í aðra hönd. Það er, því
miður, allt of oft satt. Þótt ýmsar ytri að-
stæður geti torveldað skátastarf, mun það
oftar sök foringjanna, þegar illa gengur. En
ætli árangur starfsins fari ekki oftast eftir
því, hve mikið einstaklingurinn leggur í
það frá sjálfum sér. Það uppsker enginn af
því einu, sem aðrir sá. Hver og einn verð-
ur sjálfur að leggja hönd á plóginn, hann
verður að vinna, hann verður að gefa og
fórna, ef hann á að uppskera þá gleði og
ánægju, sem felst í árangursríku starfi, hvert
sem starfið er.
Á tímamótum eins og okkar er öllum
hollt að skyggnast aftur í tímann, læra af
þeim, sem á undan hafa farið og brautirn-
ar rutt. En jafnframt þurfum við að horfa
fram, fylgjast með þróun tímans, gæta þess
vel, að við stöðnum ekki. Við skulum kapp-
kosta að nýta tækifæri líðandi stundar,
jafnframt því sem við búum okkur undir
morgundaginn. Þá verðum við jafnan við-
búin.
Með skátakveðju.
JÓNAS B. JÓNSSON
SKÁTABLAÐID
31