Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 34

Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 34
Hið fyrsta af þessum verkefnum var fólgið í því að „finna aðal- stöðvar óvinanna og staðsetja þær á korti.“ Það voru gefin 100 stig fyrir hverjar aðalstöðvar, sem merktar voru inn á kort. En auk þess gátum við unnið okkur aukastig, t. d. með því að gera athuganir okkar á aðalstöðvum óvinanna án þess að þeir yrðu varir við. Einnig gátum við bætt við okkur stigum, ef okkur tækist að gera teikningu af kofanum, sem krafizt var, að allar sveit- irnar byggðu á aðalstöðvum sínum, og sömuleiðis ef okkur tækist að skrifa upp meiri eða minna hluta af stríðssöngnum, sem liver sveit átti að semja fyrir sig og syngja í hvert skipti sem meðlimir hennar hittust. Eins og sjá má, voru þetta ekki nein venjuleg verkefni, sem átti að leysa. Hver það var, sem átti hugmyndina að því fyrsta, sem Bufflarnir gerðu í þessari keppni, hefur aldrei verið almennilega upplýst. Ef til vill hefur það legið í loftinu eins og eins konar sameiginlegur inn- blástur. En þegar ég útskýrði áætlanir okkar eftir að við höfðum ráðgazt við örstutta stund, þá var þeim tekið með voldugu ánægju- hrópi. Stuttu síðan voru allar sveitirnar horfnar hver í sína átt, en Bufflarnir héldu sem leið lá beina leið út að vegamótunum. Þessi vegamót voru engin venjuleg vegamót, heldur staður, sem hver einasti skáti í nágrenninu þekkti. Þær úrslitaorustur í skáta- leikjum, sem þar höfðu átt sér stað, voru nær óteljandi, og það hefði mátt skrifa margar þykkar bækur um alla þá áhrifamiklu atburði, sem grenitrén þar höfðu orðið vitni að. Við komuna þangað tóku Buffl- arnir þegar til við að búa til heljarstóran snjókarl. Við veltum snjókúlum og hlóðum þeim upp á vegarbrúninni, þannig að milli þeirra varð holrúm inni í miðjum líkama snjókarlsins. Eftir aðeins 7 mínútur vorum við komnir svo langt, að við gátum farið að hugsa um að setja einhvern inn í karlinn, og sá okkar, sem virtist vaxtar- lagsins vegna vera bezt hæfur í það hlutverk, var Óli nýliði. Eftir örstuttar umræður lýsti hann sig fúsan til að takast hlutverkið á hendur og kom sér síðan þægilega fyrir inni í snjókarlinum. Eftir var þá aðeins að setja fallegan haus á karlinn og ganga úr skugga um, að hinar leynilegu loft- og hlustunarholur gegndu sínu hlutverki eins og til var ætlazt. Innan úr líkama snjókarlsins heyrðum við að Óli nýliði tilkynnti, að allt væri í lagi, og síðan hraðaði flokkurinn sér burt til að sinna öðrum og fullt eins mikilvægum verkefnum.“ / Pétur Símonarson drakk góðan teyg úr kaffibollanum, stóð síðan upp og lokaði glugganum, sem farið var að snjóa inn um, hlammaði sér síðan aftur niður í hægindastólinn, sem klæddur var með bufflaskinni, og hélt áfram: „Óli nýliði skilaði hlutverki sínu eins vel og frekast varð á kosið. Þetta fór nefnilega allt eins og við höfðum búizt við. Á ferðum 60 SKÁTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.