Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 48

Skátablaðið - 01.07.1962, Qupperneq 48
Skátai* og einræSisvaM Framgangur hinnar alþjóðlegu skátahreyfingar um heiminn var ekki óslitin frægðarför, því það kom fyrir, að spor voru stigin aftur á bak. Rúss- neska byltingin 1917 hlaut t. d. að hafa þær afleiðingar í för með sér, að skátahreyf- ingin í Rússlandi hyrfi af sjónarsviðinu. Á Ítalíu lagðist skátastarf einnig niður 1928, þegar Mussolini hafði náð undir sig ein- ræðisvaldi. Tvö skátabandalög höfðu verið stofnuð á Ítalíu skömmu eftir 1910, annað var kaþólskt og hafði eingöngu kaþólska drengi innan sinna vébanda, en hitt stóð ekki í tengslum við neina kirkju eða trúar- brögð. Bæði stóðu þau með miklum blóma, og engar alvarlegar deilur komu upp milii þeirra. ítalskir skátar áttu íulltrúa bæði á Jamboree í Englandi 1920 og í Danmörku 1924, og einnig á fjórum fyrstu alþjóða- ráðstefnum drengjaskáta. Seinast komu þeir fram opinberlega á alþjóðavettvangi skáta á fjórðu alþjóðaráðstefnunni í Sviss 1926, en þá hafði Mussolini þegar stofnað æsku- lýðshreyfingu sína, er nefnd var Balilla, og ætlað var að starfa sem deild í Fasistaflokkn- um. Skátastarfið hélzt þó við líði enn um stund, en árið 1928 var öll starfsemi skát- anna í landinu bönnuð með lögum. Nokkr- ar skáta- og rekkasveitir héldu þó áfram að hittast á laun, en það var hættulegur leikur, og erlendis frá voru þeir ekki hvattir til að halda því áfram. Nokkrum vináttuböndum var þó enn viðhaldið, og bréfaviðskipti áttu sér stað, en þó án þess að minnzt væri á skátastarf. Baden-Powell fékk áheyrn hjá Mussolini árið 1933, þegar hann var stadd- ur í Róm, en þá kom greinilega í ljós, að skátastarf á Ítalíu mundi ekki verða leyft að nýju, þó að Mussolini fullyrti að vísu, að hann hefði tekið upp mikið af hugmynd- um og starfsaðferðum skátanna við skipu- lagningu á æskulýðshreyfingu sinni. Sú hreyfing byggði þó alla starfsemi sína á stjórnmálalegum og hernaðarlegum grunni, og stefndi að því einu að gera meðlimi sína að traustum stuðningsmönnum Fasista- flokksins og Mussolinis. Á eftir ftalíu fylgdu síðan fleiri svipuð vonbrigði í öðrum löndum. Enda er það augljóst, að engin einræðisstjórn eða ein- ræðisherra getur til lengdar þolað í landi sínu heilbrigða skátahreyfingu með öllum hennar markmiðum og grundvallarreglum. Það mundi vera mjög órökrétt að álíta slíka hluti geta átt sér stað. Skátahreyfingin stefnir að því að ala upp í drengjunum sjálfstæði og sjálfstraust. Það er mikil þörf á hvorutveggja í þeim löndum, sem nefnd eru hin frjálsu lýðræðisríki. Skátarnir trúa á helgi einstaklingsins, og lýðræðisríkin eru einmitt til þess ætluð að vernda hagsmuni og velferð einstaklinganna. í þeim er ekki ætlazt til þess, að þeir hugsi um það eitt að hlaupa eftir hverju boði og banni stjórn- arvaldanna. Hugsjónir skátahreyfingarinn- ar eru andstæðar hvaða mynd einræðis sem er, og þetta tvennt getur ekki farið saman. Þess vegna skjátlaðist Mussolini og öðrum þeim, sem á eftir honum fylgdu, hrapallega, þegar þeir hugðust taka hugmyndir og starfsaðferðir skátanna í þjónustu sína, því að það er algjörlega vonlaust verk að ætla sér að brúa bilið milli þessara tveggja and- 74 SKÁTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.