Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 12
Fíá fyrstu árum
skátanna á íslandi
EFTIR D R. HELGA TÓMASSON
Dr. Helgi Tómasson var skátahöfðingi íslands
frá 1938 til dauðadags 1958. Á þeim árum skrif-
aði liann íjöldamargar ágætar greinar í Skáta-
blaðið um málefni skáta. Greinina, sem hér fer á
eftir, skrifaði hann í jólablað Skátablaðsins 1952
í tilefni af því, að þá voru liðin 40 ár frá stofn-
un fyrsta skátafélagsins hérlendis. Segir hann í
henni frá fyrstu árum skátastarfsins á Islandi,
en liann var meðlimur þessa fyrsta íslenzka
skátafélags.
Árið 1911 var orðið skáti ekki til í ís-
lenzku máli. Það varð það einhverntíma
eftir nýár 1912, er Pálmi heitinn Pálsson
yfirkennari við Menntaskólann, stakk upp á
því við mig. En mér hafði verið falið að
bera undir hann fyrstu íslenzku þýðinguna
á skátalögunum. „Scout“ þýddi á íslenzku
njósnari eða spæjari, en hvorugt þeirra
orða var nothæft yfir hugtak Baden-Powells
um „scouts“. Þess vegna lagði Pálmi til, að
þetta nýyrði yrði tekið upp. Orðið hefur
festst í málinu, svo að nú mun vart nokk-
ur íslendingur, sem ekki veit, hvað við er
átt með orðinu skáti. Orðið hefur fengið
góða merkingu, enn víðari en t. d. dreng-
skaparmaður, og þó er það venjulega not-
að um unglinga. Að einhverju leyti hljóta
skátarnir því að hafa staðið undir nafninu.
Ég kynntist skátum fyrst veturinn 1910—
1911 í greinum í „Hjemmet" eða „Familie-
journal“, sem ég las hjá föðurömmu minni
í matarhléinu, „kortérinu“, er ég var í 2.
bekk Menntaskólans. Um vorið 1911 út-
vegaði Eymundssons bókaverzlun mér
„Scouting for Boys“. Með erfiðismunum
komst ég fram úr meginmálinu, og hafði
bókina með mér, þegar ég um miðjan ágúst
fór 7 vikna ferðalag um óbyggðir, Norð-
ur- og Austurlands, með Svisslending, Her-
mann Stoll, er ferðaðist hér á vegum land-
fræðifélagsins franska. Þá voru engar hand-
bækur til hér fyrir ferðalaga, svo „Scouting
for Boys“ kom sér vel. Þegar við komum í
bæinn, 4. október, sagði móðir mín mér, að
danskur piltur, Ingvar Ólafsson, sonur
verzlunarstjórans hjá Duus, hefði nýstofn-
að hér „spæjarafélag". Gekk ég þegar í það,
og voru þá allmargir miðbæjarstrákar
komnir í það. „Félag“ þetta var alveg laust
í böndunum, og hafði Ingvar hugsað sér
það sem flokk úr „Det danske Spejder-
korps“, þó aldrei kæmist það svo langt. Lög
eða reglur sá ég aldrei neinar eða heyrði.
Man ég ekki til, að við kæmum nema 2var
saman, áður en Ingvar fór utan um mán-
aðamótin okt,—nóv. Fór nú allt í handaskol-
um, meðal annars af því, að enginn áhugi
var fyrir því, að vera hluti af danska félag-
inu, en líklega hefur enginn haft kjark í
sér til þess að segja það við Ingvar. Fórum
við tvisvar eða þrisvar í göngur upp undir
Hamrahlíð, inn að Elliðaám, en engar bein-
ar æfingar var um að ræða. Um vorið virt-
38
SKÁTABLAÐIÐ