Skátablaðið - 01.07.1962, Side 15
Fór á skíðum í skóla og á skátaíund, en
aðeins einn annar kom.“ 1. marz var logn
og frost og snjór — útiæfing, fundum væng-
brotinn snjótittling og veittum honum
fyrstu hjálp.“ 3. apríl tókum við Axel
Andrésson hvor sína skátasveit. 1. og 12.
maí fóru um 40 skátar á 2 bátum út í
Örfirisey. 30. maí æfing og útilega ú íþrótta-
vellinum. 21. maí útilega við Elliðaár, 28.
júní útilega við Hólmsá. „Tryggvi og 2
aðrir komu með tjaldið kl. 11 á hestvagni.
Vöknuðum kl. 6. — Ausandi rigning, á fæt-
ur kl. 8 — tveir sendir heim að Elliðavatni
að kaupa mjólk, kveiktum eld upp úti og
elduðum þar á .. . komum heim kl. 614.
3. júlí: Útilega við Korpúlfsstaðaá. Höfð-
um 4-hjóla vagn með tveim hestum fyrir
undir farangurinn. Fórum næsta morgun
á íþróttamóti í Gufunesi, en þar eð ekki
var byrjað kl. 2, héldum við í bæinn og
komum heim kl. 7i/2. — Yfir sumarið var
þeim, sem í bænum voru, skipað í flokka,
svo að þeir gætu haldið áfram að starfa,
þó aðrir hefðu farið í sveit. — Stærsti við-
burður sumarsins var heimsókn danskra
skáta undir forystu Hartvig Möller frá
Hellerup. Sá Thomsen kaupmaður um að
útvega þeim farkost og annað til ferðalags
austur um sveitir, en við tókum á móti
þeim hér og létum þá gista á heimilum
skáta í bænum, þær tvær nætur, sem þeir
dvöldu í Reykjavík. „9. ágúst vaknaði mað-
ur kl. 614 að morgni og niður á bryggju í
hasti því allir áttu að vera mættir þar kl.
7, en Botnía kom ekki fyrr en 8,10 og þeir
dönsku í land kl. 9. Var gengið upp á
íþróttavöll og mönnum skipt þar niður.“
Var þeim seinna sýnt um bæinn og gefið
tækifæri til þess að æfa sig á hestbaki, áður
en lagt skyldi í ferðalagið mánudag þ. 11.
ágúst. Fylgdarmenn skátanna voru þeir
Baldur Sveinsson ritstjóri og Gunnar Sig-
urðsson frá Selalæk. Var förinni heitið aust-
ur á Rangárvelli, en við ætluðum svo að
mæta þeim á Þingvöllum og hafa móttöku
í Reykjavík er þeir kærnu aftur ... Fórum
við Páll Andrésson ríðandi til Þingvalla þ.
14. með útileguútbúnað og biðum við þar
eftir þeim í 5 daga, en þeim hafði seinkað
um tvo daga frá því, sem ráðgert hafði ver-
ið. Vorum við síðast lagðir af stað ríðandi
á móti þeim, en mættum þeim á Laugar-
dalsvöllum. Þeystum við þá til baka til
Þingvalla og komum þangað tveim klukku-
tímum fyrr eh þeir. Voru þeir heilir á húfi
en rass-sárir mjög, svo ferðin sóttist seint.
Kl. 4i/ að morgni þess 19. ágúst kom ég
á fætur, til þess að fá járnaðan hest minn,
kl. 7 lögðum við allir af stað, við Páll og
Thomsensbræður fórum á undan og kom-
um til Reykjavíkur kl. li/2 en hinir kl. 414.
Mættumst svo allir kl. 7 á Austurvelli og kl.
81/2 fóru dönsku skátarnir um borð, en
frekara var ekki tími til að gera fyrir þá
hér í bænum.
16. nóv. 1913 var skipt í sveitir og flokka
fyrir veturinn. Voru 40 mættir á fundinum
af 60 félagsmönnum. 13. og 14. des. hélt
skátafélagið hlutaveltu í „Bárunni“. Seld-
ist ekki allt upp, frekar hjá okkur en öðr-
um í þá daga. Brúttó komu inn 682 kr. en
nettó ágóðinn varð 520 kr. Var á fundi 17.
des. ákveðið að kaupa trommu og 7 lúðra
fyrir 270 kr. alls, frá Englandi. — Nokkru
seinna byrjuðum við að gefa út blað, sem
hét „Skátinn", en af því komu víst ekki
nema 3 eða 4 eintök.
Það má þannig sjá, að ýmislegt hefur
gerzt hjá okkur, þar sem þetta er aðeins
sýnishorn af sumu af því, sem ég lief skrif-
að hjá mér. Aðrir kynnu sjálfsagt frá ekki
minnu að segja og væri vel, ef þeir sem
eitthvað hafa í fórum sínum frá fyrstu ár-
um skátafélagsskaparins, athuguðu það
nánar og segðu frá því, á meðan það ekki
er alveg gleymt.
SKÁTABLAÐID
41