Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Side 57

Skátablaðið - 01.07.1962, Side 57
landsmótið á Þingvöllum. Einnig mun koma til íslands um sama leyti Dame Leslie Whateley, framkvæmdastjóri Alþjóðaskrifstofu kvenskáta, og mun hún einnig sitja fund kvenskátahöfð- ingja Norðurlandá í Reykjavík. Munu báðir þessir kvenskátaleiðtogar vera mjög kærkomnir gestir íslenzkum kvenskátum, og er ekki að efa, að heimsókn þeirra mun verða íslenzku kven- Lady Baden-Powell. skátastarfi liin mesta hvatning til nýrra átaka. Eins og kunnugt er, hefur Lady Baden-Powell tvisvar heimsótt fsland áður, árið 1938 ásamt Baden-Powell, og aftur árið 1956, þegar skáta- mótið í Hagavík var haldið í tilefni af komu hennar. Nýjar skátabækur. Bandalag ísl. skáta hefur fyrir skömmu gefið út tvær nýjar handbækur fyrir skáta. Hin fyrri SKÁTABLAÐIÐ Dame Leslie Whateley. heitir Nýliðaflokkurinn og er ætluð til hlið- sjónar við kennslu fyrir nýliðaprófið. Hefur Ólafur Proppé, skátaforingi í Hafnarfirði, þýtt bók þessa úr norsku, og er i henni brotið upp á fjöldamörgum nýjungum, sem að góðu gagni mega koma hverjum skátaforingja. Þess má geta, að bók þessi er sniðin eftir hinu nýja Nýliða- prófi, sem stjórn B.f.S. hefur nýlega samþykkt og birt er annars staðar hér í blaðinu. Er ástæða til að hvetja alla skátaforingja til að kynna sér innihald þessarar bókar. Síðari bókin er Skáta- orðasafn, íslenzkt-enskt og enskt-íslenzkt, sérstak- lega ætlað þeim íslenzkum skátum, sem eiga samskipti við enska skáta, og hefur Eysteinn Sigurðsson tekið það saman. Má búast við, að það geti orðið ýmsum að gagni á landsmótinu í sumar, þar sem allmargir brezkir skátar munu koma þangað. Báðar þessar bækur eru í hentugu vasabroti. 83

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.