Skátablaðið


Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 28

Skátablaðið - 01.07.1962, Blaðsíða 28
(Acme boy scouts aðeins); hnífur (The Boy- scout knife); axlarslaufa, samlit hálsklút; hálsklútur, sameiginlegur litur íyrir flokk- inn; baktaska, brún, hneppt; stafur, 4 fet; eldaáhald. Búninga útvegar Skátafélagið. Frá f. des. 1913 er S.F.R. skipt í 3 sveitir. Sveitarstjórar eru: Sigurjón Pétursson, Flelgi Jónasson og Ben. G. Waage. í hverri sveit mega vera 2—6 flokkar. Einkenni félagsins er gyllt hnappagats- merki með 3 oddum. Það er einnig sameig- inlegt merki alls skátasambandsins. Merkið kostar 25 aura og er upptækt hjá hvaða utanfélagsmanni sem er. Flokksmerki kosta 42 aura, en sveitar- stjóramerkið kostar kr. 2.80. Sérhver meðlimur félagsins geldur 10 aura á mánuði í samlagssjóð. Annars ræður hver sveit sínum peningamálum. Skátar geta þeir einir orðið, sem eru á milli 11 og 18 ára. Allar upplýsingar viðvíkjandi skátum og því sem þeim viðkemur geta menn fengið úr „Scouting for Boys“ eftir Baden-Powell, eða úr „Spejderbogen", sem er þýðing á Scouting for Boys. (Þessar bækur fást báðar í gegnum bókaverzlanir, hin fyrri 1 krónu og hin síðari kr. 1.50.) Líka má snúa sér til þessa blaðs. Utanáskriftin er: SKÁTINN, Reykjavík." í 2. tbl. Skátans, sem út kom í febrúar 1914, birtist svo önnur grein um eðli skáta- félagsskaparins undir fyrirsögninni „Skát- ar“. Þar sem margur fróðleikur leynist í henni, þykir rétt að taka hana einnig hér upp: „Byrjun til þessa félagsskapar var gerð sumarið 1907 með því, að R. Baden-Powell fékk komið upp „a boy scouts training camp“ í Brownsea Island, Dorset, Englandi. í janúar 1908 kom út fyrsta útgáfa af hand- bók skátanna, „Scouting for Boys“, seldist hún upp undir eins og hefur hún nú alls komið út í 14 útgáfum á ensku og auk þess hefur hún verið gefin út á flest öllum ann- arra þjóða tungumálum. Eftir þessari bók hefur svo verið byrjað á skátafélögum út um allan heim. Skátar eru nú í nær öllum löndum í Evrópu, Ameríku, Afríku, Ástralíu og enn fremur í Indlandi, Síam, Kína og Japan. Meðlima- talan skiptir mörgum milljónum. Flvert er þá markmið þessa félags? spyrja menn. Stytzta skýringin á því eru einkunn- arorðin fyrir fyrstu útgáfu Scouting for Boys: „Catch the boy and make the man“. Reglur þær, sem þessi mikli uppeldis- fræðingur hefur sett, reglur, sem næstum óbreyttar gilda í öllum skátafélögum, eru aðeins viðleitni til þess að þroska allar þær dyggðir og þá mannkosti, sem hvern mann mega prýða. (Reglur þessar komu í síðasta blaði.) Með hverju reyna skátafélögin að þroska þessar dyggðir hjá meðlimum sínum? Með því: Að trúa drengjunum fyrir ýmsum störf- um og láta þá sjá, að því sé treyst, að þeir geri þau, að láta þá gefa nákvæma lýsingu á ein- hverju liðnu, að venja þá á að nota augun, allt of marg- ir líða beinlínis sofandi gegnum lífið, að þroska skylduræknistilfinninguna og loks með því, að fara með þá undir bert loft ásamt öðrum drengjum, svo þeir þar geti lært ýmsar „praktiskar“ listir og leikni, sem efla sjálfstraustið, en án þess er hver einasti verknaður = 0. Ætli sá maður gæti gert mikið gagn t. d. við að bjarga manni úr lífsháska, sem bæri ekkert traust til sjálfs sín?“ 54 SKATABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.