Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 6
2 Jesúm lieitt eftir að þær liöfðu misst trúna á liann. Svo stóð einmitt á fyrir laarisveinum Jesú öllum frá því hann hvarf þeim út í dauðann þar til páskasólin rann þ.im upp í dýrð sinni. Þeir gengu allir með þá skelfilegu mótsögn innan brjósts, sem í því er fólgin, að elska í bezta skilningi þess orðs, en trúa ekki, — eiska liann, sem beztr er allra, en trúa þó ekki á hann, — hræðileg- ustu mótsögn í mannlegu 1 ífi, er til getr verið. Allt var þá fullkomnað til þess að að allir gæti verið sælir. En enginn skildi neitt af því. Tvennt að eins fullkomuað, að því er þeim skildist: annað það, að hann — Jesús — var látinn; píslir hans á enda; enginn hinna grimmu ó- vina hans fékk þar neinu við bœtt franmr. Hitt það, að sorg þeirra út af örlögum hans, og sorg þeirra út af því að missa hann frá sér, var fullkomin sorg. Við þá sorg varð ekki heldr neinu bœtt. Friðrinn, sem felst í frið- þægingar-píslum Jesú fyrir mœddar mannssálir, fyrir þá eins og ekki til. Brunnr grafinn í eyðimörk, barma- fuílr af vatni lífsins elskunni syrgjandi til svölunar, ný- orðinn til út af kærleiksundri krossdauðans lielga á Gol- gata. En enginn kemr auga á þann brunn; engin svöl- un og engin svölunar-von; engin trú. Að eins elskan, brennheit, en vonlaus og hrygg allt til dauða. Páll skildi þann sársauka út i yztu æsar eftir að hann sjálfr Iiafði eignazt lífssæluna mestu með trúnni á upprisu Jesú frá dauðum. Og hann skildi það þá um leið, að svo framarlega senr það sannaðist, að Jesús hefði ekki risið frá dauðum eins og nýja testamentið vottar, væri kristindómrinn ekki annað en svikul ímynd- an lijátúarinnar. Aðal-markmið vantrúarinnar liefir því ávallt verið að hagga vitnisburðunum í nýja testamentinu um upp- risu Jesú. Því að ef það he])pnaðist, hryndi trúin á guðs orð heilagrar ritningar í lieild sinni. Fyrir ekki mörgum árum kom út bók sú á Englandi, sem nefnd var When it was dark (eða „1 dimmunni“). Það er skáldsaga, og höfundrinn er Guy Thorne. Segir þar frá samsœri trúlausra vísindamanna, sem hötuðu kristindóminn af alefli, — samsœri, er miðaði að því að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.