Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 12
vera sölumaör í verzlunarbúð; en allir þeir, sem unnið
bafa það verk, vita, að það hefir valdið þeim líkamlegri
þreytu. Jafnvel það að lesa í bók, sem sýnist í sjálfn
sér algjör líkams-hvíld, eingöngu sálar-vinna, er þó lík-
ainlega þreytandi. Þegar Jesús talar hér um þá, sem
erviða, hlýtr hann að eiga við alla þá, sem finna til ein-
hverrar þreytu; enda eru næstu orðin svo skýr, að um
ekkert getr í þessu efni verið að villast. Hann býðr
öllum þeim, sem einhverjum þunga eru hlaðnir.
Þeir menn eru til, sem ekkert þurfa að starfa, en
iíta með fyrirlitning til hinna, sem óhjákvæmilega þurfa
að vinna sér inn daglegt brauð. Ætli Jesús einnig
bjóði þeim að koma til sín? Vafalaust. Sumir þeir,
sem ekki eru neyddir til að vinna til að hafa ofan af
fyrir sér, vinna samt og liafa þannig sína þreytu-byrði
eins og aðrir. En sumir eru þeir, sem alls ekki vinna í
neinum vanalegum skilningi. Líf þeirra er tilgangs-
laust, nema að því ieyti, sem það má tilgang að kalla, að
hita líf sitt stjórnast af lægstu eigingirni, eintómri
skemmtanafýsn. Líf þeirra gengr í það að finna upp
einliver ráð til þess að eyða tímanum. Sjálfsagt er þá
að kornast í kynni við allar þær skemmtanir, sem fyrir
hendi eru; en er í þær hefir verið náð, livernig fer ]iá ?
Einatt liefir oss fundizt byrði fátœktarinnar þurg;
en óhætt er að fullyrða, að byrði iðjuleysisins er þyngri.
Eru þá ekki þeir aumingjar — iðjuleysingjarnir —
þunga hlaðnir f Því er þegar svarað. Einnig þeim
býðr Jesús að koma til sín.
Fleiri byrðar eru líka til en þær, sem nefndar hafa
verið, t. d. byrðar allskonar sorga, ástvinamissir, sjúk-
dómar, ranglæti, óyfirstíganlegir örðugleikar. öllum
þeim, sem erviða og þunga eru hlaðnir, býðr Jesús til
sín. Byrðarnar eru margvíslegar; þreytan stafar af
mjög breytilegum orsökum; en hvernig svo sem á henni
stendr, þá býðr Jesús henni til sín. Hann býðr þreytt-
um mannheiminum öllum til sín, og minnir þetta á liin
fögru orð Agústíns kirkjuföður: ,,Þú hefir gjört oss
handa þér, og sál vor er hvíldarlaus þangað til hún
hvílist í þér.“