Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 31
27 fundi sínum. Raunar er ekki búizt við, aS unnt verði í ár aö reisa kirkju, en hins vegar áformaS, aS undirbúa það málefni eins vel og greiðlega cg föng veröa á. í nefndinni eru fulltrúarnir fimm og auk þeirra Jón J. Hornfjörö, Þórarinn Stefánsson, Árni Þórðarson og Stefán Guðmundsson. Jóh. B. Fyrir Gimli-söfnuð voru á ársfundi í Janúar kosnir þessir full- trúar: Ágúst G. Polson, Þórðr Þórðarson, Guðmundr Erlendsson, Ásgeir Fjeldsteð og Jón A. Björnsson; en djáknar: Stefán V. Finnsson, Árni Gottskálksson, Jóhanna Polson, Aðalbjörg Benson og Anna Sigvaldason. í VíðinessöfnuSi hlutu kosning til fulltrúa: Þorvaldr Sveinsson, Oddr Guttormsson, Jón Eiríksson, Karl Albertsson og Bjarni Árna- son; en til djákna þeir Kristján Sigurðsson og Skafti Arason. R. M. „Framtíðin" hefir því miðr sökum fjárskorts orðið að hætta að koma út — fyrst um sinn að minnsta kosti. “ BEN IMJR, önnur bók. (Framhald.) Rœðararnir á fyrsta bekk og öðrum sátu; þeir þar á móti á þriðja bekk máttu standa, því að þeir urðu að vinna verk sitt með lengri árum. í árarnar að ofanverðu var rennt blýi, og nálægt þungamiðju þeirra léku þær í teygjanlegum ólarsmeygum, og fyrir þann umbúnað mátti með lipru handtaki vinda árarblaðinu við, er því var lyft upp úr sjónum, og leggja það flatt; hinsvegar gjörði þetta róðrinn enn vandasamari, því ef sá, sem á árinni hélt, gætti ekki að sér, gat alda með óvæntri stefnu þá eða þá lent á ár hans og steypt honum úr sæti. Gegn um hverja árarsmugu kom nóg af nýju lofti og hreinu stöðugt inn til þess, er reri þar beint á móti; en birta streymdi til hans niðr um málmgrind þá, er myndaði gólfið í göngunum milli þilfarsins og varnarvirkisins upp yfir höfði hans. Að sumu leyti hefði því ástœður manna þessarra getað verið miklu verri en þær voru. Þó má enginn gjöra sér í hugar- lund, að neitt hafi skemmtilegt verið við slíkt líf. Ekki leyfðist þeim að hafa neinar samrœður. Dag eftir dag voru þeir hver um sig á sínum stað án þess að láta eitt orð til sín heyra. Meðan þeir voru við vinnu sína klukku- stund eftir klukkustund, gátu þeir ekki séð hver framan í annan. Þeirn stutta tíma, er þeim var veitt hlé frá vinnu 9, sinni, vörðu þeir til svefns og til þess í allra mesta snatri ^

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.