Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 28
24
indómsskóla hjá hinum göfugu foreldrum sínum. Engrar annarrar
fkólagöngu naut hann og varð jjó að mörgu leyti prýðilega mennt-
aðr; las mikiS og hugsaði því meira; manna sjálfstœðastr í skoöun-
um, og því alla daga lítt til þess búinn að binda bagga sína eins og
almennt tíSkaSist í næsta umhverfi, enda af sumum talinn nokkuö
einrœnn. Víða var hann vel heima á svæði bókmennta, meðal ann-
ars í skáldskap ýmislegum; gre'ðr til, þá er því var aS skifta, að
varpa sár með ] ennanum inn í ágreiningsmál þau, er almenning
varða; ritaSi gott mál, hugsanirnar jafnaSarlega vel ljósar og rök-
semdirnar sannfœrandi. Söngfrœöingr var hann rnikill, og er þekk-
ing hans í þeirri grein fyrir löngu alkunn. Gegnir það furðu, aS
maðr, eins erviðlega settr og hann var í því tilliti, skyldi þar komast
svo langt s?m raun varS á.
En allra bezta einkenni hins látna merkismanns var það,
hve sterkt hald kristindómrinn hafSi á honum alla æfi. Eins og
faSir hans var hann víst aS eölisfari f'remr þunglyndr maSr, en sök-
um trúarinnar kristnu, sem hann svo að kalla drakk i sig meS móð-
urmjólkinni, varS úr þunglyndi því að eins djúp alvörugefni. Af
því að kristin trú var honum svo hjartanlegt áhugamál og hann hins
vegar hafði svo næman skilning á hreinni kenning guðs orSa og af-
brigSum öllum frá þeim sannleik, var hann. svo sem alkunnugt er
meðal Vestr-íslendinga. til þess búinn í trúmála-ágremingnum hér
að koma opinberlega fram til þess aS vitna á móti villukenningum
„nýju“ guSfrœðinnar. Og mun víst flestum hafa fundizt mikiö til
um þaS, hve sterkr og ljós vitnisburðr hans um það mál var. MeS
vitnisburSi þeim hefir hann sett sér fagran minnisvarða, og á viS-
sjárveröri tíð bendir varSi sá íslenrkum almenningi í rétta átt ■—•
til drottins.
Gunnsteinn heitinn Eyjólfsson lætr eft’r sig ekkju — Guöfinnu
Eiríksdóttur Sigurössonar, ágæta konu ýþau giftust 10. Des. 1888)—
og níu börn, hið elzta rúmlega tvitugt. hiö yngsta ekki enn árs^
gamalt. Öllum framar hafa þau og móðjr hans misst mikið viö frá-
fall hans. GuS blessi sorg þeirra og allra annarra í Tesú nafni.
/. Bj.
14. Febr. síðastl. lézt í Ingólfsvík í Mikley Stefán Jónsson á 78.
aldrsári, bjó áðr lengi á Jónsnesi þar í ey. Elann var ættaðr úr
Þingeyjarsýsln, fœddr á Einarsstööum í Reykjadal, en bjó mest af
búskap sínum á íslandi aö Hólum í Reykjadal og Flatey i Skjálf-
andaflóa. Fluttist vestr um haf 1878. Bjó svo lengst af síðan í
Mikley /allra fyrst á BorSeyrij. MeS konu sinni, Björgu Kristjáns-
dóttur, eignaðist hann fimm börn, fjórar dœtr og einn son. og kom-
ust þau öll til fulloröins aldrs. Tvö þeirra dóu þó á undan föSur
sínum. Annaö þeirra var Kjartan skipstjóri, sem drukknaöi af
gufuskipinu „Víking" sumariö 1906. mesti dugnaðarmaör og drengr
góör. Hitt var dóttir. Jónina aS nafni. dó i fyrra suðr í Duluth,