Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 5
líúnaðarrit til stuffnings kirkju og kristindómi íslendingcr.
gefiff út af hinu ev. lút. kirkjufélagi fsl. í Vestrheimi
RITSTJÓRI JÓN BJAIiNASON.
XXV. ÁRG. WINNIPEG, MARZ 1910. Nr. 1.
Upprisan.
„Ef Kristr er ekki upp risinn—ritar Páll postuli í
1. Kor. 15—, „þá er prédikan vor ónýt og trú yðar líka
ónýt. En vér reynwmst þá og Ijúgvottar um guð, þar
sem vér höfum viinað um guð, að hann hafi upp vakið
Krist, sem hann ekki hefir vakið upp, svo framarlega
sem dauðir ekki upp rísa.----Ef Kristr er ekki upp
risinn“ — postulinn endrtekr það—, „þá er trú yðar ó-
nýt, þér eruð þá enn í syndum yðar, og þeir einnig glat-
aðir, sem í Kristi eru sofnaðir. Ef vér einungis í þessu
lífi höfum sett von vora til Krists, þá erum vér aumkun-
arverðastir allra manna.“
Svo sem kunnugt er tók Páll ekki trú á frelsara vorn
Jesúm Krist fyrr en œði-löngu eftir að hann var frá
dauðum upp risinn og til himins upp stiginn. En eftir
að hann er genginn Jesú á hönd, verðr hann svona
sterkr vottr upprisu drottins, að liann getr liátíðlega lýst
yfir því, að ef páskadagsundrið einstaklega hefði aldrei
komið fyrir, þá væri kristindómrinn ekki annað en gabb
og tál. Má þá nærri geta, hve ömurleg og óskapleg eyði-
mörk dauðans heimstilveran liefði orðið í huga þess
manns, ef hann hefði aftr misst úr sálu sinni trúna á
Jesúm frá dauðum upp risinn.
Vissulega getr það nú aldrei komið fyrir, að nokkur
sá maðr, sem á sama hátt og Páll liefir náð eignarhaldi
trúarinnar á upprisu Jesíi, missi þá trú aftr. Hins veg-
ar hafði það þó áðr komið fyrir, að mannssálir elskuðu