Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 14
IO
ert getr betr átt við. Orðin: „munuð þér hugsvölun
finna“ eru sama eðlis sem hin um hvíldina. Fyrri orð-
in benda á hvíld bæði fyrir líkama og sál, liin síðari á
andlega hvíld sérstaklega. En inn á milli þessarra orða
er Jesús að tala um ok, býðr oss að taka á oss ok hans.
IJenry Drummond hefir heppilega bent á þann sannleil:,
að ok sé ekki til þess að gjöra vinnu erviðari lieldr þvert
á mót.i léttari. Ok var sett á uxa í sama tilgangi eins og
aktygi nú, í þeim tilgangi, að uxarnir gæti beitt kröftum
sínum sem bezt við vinnuna, og á sem léttastan hátt fyrir
þa sjalfa. Þ6 að þetta sé óneitanlega satt, þá bendir þó
okið á vinnu, og það er það, sem hér er sérstaklega eft-
irtektarvert, að desús virðist telja okið hvíld. Hann
sameinar starf og livíld í eina hugmynd. Þetta tvennt,
sem vanalega er talið gagnstœtt hvort öðru, verðr í
Iiuga hans ekki einungis samrímanlegt, heldr sameinað.
Útskýring á þessu atriði fáum vér að nokkru leyti frá
Jesií um leið; ])ví að svo farast honum orð: ,.Ok mitt
er indælt og l>vrði mín létt.“ Þau orð eru þó ekki svo
Ijós, að vér getum fyrirhafnarlaust af þeim skilið sam
band hvíldarinnar og oksins. „Mitt orð er líf og andi“
—sagði Jesús. En líf og andi getr ekkert orð verið, svo
framarlega sem ekkert þarf um það að hugsa. Ekkert
orð er líf og andi í nokkurri sál eingöngu fyrir andlega
áreynslu annarra. Ekkert orð er líf og andi í nokk-
urri sál nema að því leyti, sem sálin sjálf hefir fundið
sannleikann í því orði. Aldrei verðr þetta framkvæmt
fyrirhafnarlaust, og kristindómrinn lifir aldrei í mann-
legri sál fyrirhafnarlaust. Það er guðleg tilhögun, að
svo skuli vera, enda. sjáum vér það allsstaðar f lífstil-
verunni, að viðhald lífsins er fólgið í áreynslu. Krist-
indómrinn er ekki lagakerfi, sem ekkert þarf fvrir að
hafa og ekkert við að gjöra annað en fara eftir því bók-
staflega og hugsunarlaust, heldr er hann í því fólginn,
að orð og verk frelsara vors Jesú verði lifandi í mann-
legri sál. Verk heilags anda er í raun og veru þetta:
að vekja sálina og alla þá hœfileika, sem í henni búa, til
þess að hún láti hinn eilífa sannleik verða lijá sér lif-
andi. Guð gefi oss hinn góða anda sinn, sál vorri til