Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 16
12 imi. Andleg blessan livers mannfélags fer aÖ miklu leyti eftir því, hve vel það heldr sunnudaginn. Sunnudags-helgin er því sýnishorn af þeirri livíld, sem Jesús á viÖ, þegar hann býÖr til sín öllum þrevttum mönnum. ÞaÖ er andleg hvíld, sem liann á þar við: ró- Semi og friÖr sálarinnar, sú staÖfesta, sem vér eignumst meÖ kristinni trú. Ef einhver maðr, sem lengi liefir ráfað um eyÖimerkr villu og efasemda, nær bólfestu í lundi kristinnar trúar, liver breyting liefir þá orðið á honum! Ekki verðr henni á neinn hátt betr lýst en með því aÖ segja, að hún líkist því, þegar dauÖþreyttr maðr nýtr Iivíldar. Syndþjáðr maÖr, sem fyrir persónulega trúarreynslu eignast Jesúm Krist í hjarta sitt, finnr til hvíldar, og það eins fyrir því, þótt Iiann skilji, að frels- arinn leggr lærisveinum sínum ok á lierðar; því að þeg- ar hann skilr, hvað ok lians er, veit hann, að það er hvíld að bera það, í samanburði við okið, sem vantrú eða lastalíf eða heimsandinn leggr manni á lierðar. Að ganga undir ok Jesú Krists er ekkert annað en að samþykkja starfsaðferð lians. IJann kallar þig, maðr! ekki til síu í því skyni, að þú hættir að starfa, en hann býðr þér að starfa á annan hátt en lieimrinn. Hann býðr þér ekki, að þú skulir losast við allt stríð, þó að þú gangir honum á hönd; en hann býðr þér athvarf í öllu stríði þínu. Hann lofast ekki til að taka alla erviðleika af lífsleið þinni; en liann segist skuli veita þér fullvissu um lijá- stoð sína, liversu ervitt sem þér gengr. Hann segir ekki, að þér skuli veitast allt létt á lífsleiðinni; en liann býðr þér kærleiksanda sinn til þess að þú leggir fúslega fram beztu krafta þína við hin erviðu skyldustörf lífs- ins. Hann heitir ])ví hvergi, að hann skuli veita þér úr- lausn allra vandamála, er fyrir þig koma á æfinni, svo að þú þurfir þar ekkert fyrir að liafa; en hann segist sjálfr skuli vera sá grundvöllr, sem þú byggir á, er þú leitar eftir úrlausn. Hann lofast ekki til að byggja allt húsið fyrir þig, svo að þú þurfir ek'kert fyrir því að hafa; en hann segist skuli vera klettrinn, sem þér sé al- gjörlega óhætt að reisa lnísið á. Hugsum oss skip, sem flœkist útá hafi og veit ekkert,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.