Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 29
2 s Minn., gift hérlendum manni, er McDonald heitir. I> rjár dœtr lifa, þær Mrs. Davíðsson í Winnipeg, Mrs. Pickett í Austr-Selkirk og Mrs. Edminster í Grand Forks, N.-D.—Stefán var þjóöhagasmiör bæöi á tré og járn, kjarkmaör mesti, greindr vel, fróör og minnugr, sí-glaðr, og skemmtinn í viörœöum. Hann unni heilum kristindómi og studdi lúterska safnaöarstarfsemi þar í eynni fyrr og síöar, stóö eins og hetja í baráttunni meö Helga heitnum Tómassyni og örfáum öörum hér á árunum, þegar kollvarpa átti öllum kristindómi í Mikl- ey. Björg kona Stefáns lifir mann sinn og er enn all-ern og hress, þótt ári sé hún eldri en hann var. Þau hjón voru mjög samhuga í því aö byggja sína blessunarvon í eilífðinni á trúnni á drottin Jesúm Krist og frelsinu í honum. Jóh. B. Aö Plensel, N.-Dak., andaöist 5. Febr. Sigurðr Pétrsson, fœddr að Rangárlóni í Möörudals-heiöi í Norör-Múlasýslu á Isl. 3. Nóv. 1844. Foreldrar hans voru Pétr Guömundsson og Þorgerör Bjarna- dóttir. Missti hann fööur sinn í œsku (8 áraj, ólst svo upp hjá móður sinni ásamt átta systkinum þar til hann var 18 ára; þá tók hann með móöur sinni viö forstööu á búinu, sem hann stýröi með dugnaði og fyrirhyggju til þess hann var 28 ára. Þá kvæntist hann Þor- björgu Eiríksdóttur frá Ármótaseli í sömu sveit. Bjó hann tvö ár aö Rangárlóni og síöan eitt ár á Lýtingsstööum í Vopnafiröi. Þaö- an fluttust þau til Vestrheims 1876. í Nýja íslandi bjó hann fyrst fimm ár, síöan til dauðadags í íslendingabyggðinni í N.-Dak. fPem- bina CountyJ. Innanmein varö honum aö bana. Sjúkdómsþraut- irnar bar hann meö stakri þolinmœði og dó í trúnni á frelsarann. Hann lætr eftir ekkju og sex börn; fjögur börn þeirra hjóna dóu ung. Sigurör heitinn var ástríkr eiginmaör og aö öllu valmenni. ("Frá hr. Árna Árnasyni gegnum séra H. B. Th.J Gunnar Guðmundsson á Gimli varö fyrir eimlest frá Winnipeg 11. Febr. og beið bana af aö morgni næsta dags. Ættaör frá Skaröi á Skarösströnd í Dalasýslu á ísl. Tvíkvæntr. Seinni kona hans, Þorbjörg Erlendsdóttir, lifir mann sinn. Hann var dugnaðarmaör, trúr og dyggr í öllu starfi. R. M. Félag presta í kirkjufélaginu íslenzka lúterska haföi vetrarfund sinn í Winnipeg fyrstu dagana í þessum mánuöi. 8 af 12 prestum, sem heyra því til, sóktu þann fund; hinir forfallaöir. Um sama leyti var á opinberum trúarsamtalsfundum í Fyrsta lúterska söfnuöi og Selkirk-söfnuði rœtt um, hvað það er að vera kristinn maðr — í hinum fyrrnefnda söfnuöi 1. Marz að kvöldi, og í hinum síöarnefnda aö kvöldi næsta dags. Séra Hjörtr J. Leó flutti skömmu áör í kirkju Selkirk-safnaöar fyrirlestr einn mikinn, sem hann haföi þá nýlega tekiö saman, um Jóhannesar gu’öspjall og ritvissu þess, og skömmu síöar fyrir Lund-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.