Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1910, Side 23

Sameiningin - 01.03.1910, Side 23
J9 niðjum Kains, þar til hin vaxandi spilling heimsins leið- ir vfir hann refsidóm guðs í syndaflóðinu. Ný byrjun •er gjör með sáttmála drottins við Nóa; jörðin byggist aftr, og fólkið skiftist í kynkvíslir. En við vaxandi guð leysi og fráfall þjóðanna til lijáguðadýrkunar kemr fram næsti þáttrinn í opinberun liins guðlega tilgangs, er köllunin frá guði kom til Abrahams og fyrirlieitin voru gefin honum og niðjum lians. Loforðið uin bless- an, sem fyrst var gefið í Eden og síðar ánafnað niðjum Sems, er nú f sáttmála drottins við Abraham með á- kveðnum orðum tileinkað þeim ættföður og niðjum lians. Ekki er þó tilgangrinn sá, að einni ])jóð sé veitt sérstök vildarkjör, heldr á allr heimr að njóta blesisunar af að lokum. (Sjá 1, Mós. 12, 3: „Af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta“). Þegar í þessuin fyrstu þáttum söguunar kemr útvalningar-lögmálið í ljós, er guð af náð sinni lætr vfsi til víðtœkrar blessunar þróast hjá sérstökum ættlegg, og helzt þetta markverða einkenni sögunnar fiá upphafi til enda. Ættin, sem erfir fyrir- heitið, dregst enn saman, ])ví að allt er undir ]>ví komið, að reitrinn sé smár og merkjalínur glöggar. Af sonuin Abrahams er ísak valinn, en ekki ísmael, iif sonum ís- aks Jakob, t n ekki Esaú, og meðal sona Jakobs verðr Júda f'yrir sérstöku vali, er konungdœmið er lieitið niðj- um hans. Ættfeðra-öldin, með sinni merku sögu um marg-ítrekaðan sáttmála drottins, um dásamlegar ráð- stafanir forsjónarinnar, og undirbúninginn — með uj)})- hefð Jósefs — undir dvölina í Egyptalandi, endar með því, að Jakob flvzt þangað með sonum sínum. Þar fjölgar fólkinu óðum, því landrými er mikið og önnur skilyrði góð, unz konungaskifti leiða það í eldraun þá, er bræðir það að lokum saman í sérstaka þjóðarheild. Næsta tímabil, öld Mósis, er nátengd ættfeðra-öld- inni, því að á henni eru loforð efnd, sem gefin voru feðr- unum. óþarft er að orðlengja fœðingarsögu þjóðarinn- ar — söguna urn fœðing og köllun Mósis, burtförina úr Egvptalandi, Sínaí-sáttmálann, agann í eyðimörkinni, landnámið í Kanaan, landinu, sem guð hafði áðr heitið Abraham. Skakkaföll og þjóðfélagsleysi á dómara-Öld-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.