Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 8
4 beinir vantrúin árásum sínum á móti boðskap nýja testa- mentisins með engu minni áfergju en áðr gegn liinu gamla, og ber vísindin veraldlegu fyrir sig. Þes.si liefir reyndin verið hjá oss fslendingum síðan nýja guðfrœðin kom þar til sögunnar; og auðvitað alveg eins lijá öðrum þjóðum. Þótt mikið sé um lævísi í nútíðar baráttunni gegn sönnum kristindómi, er þó í rauninni öllu óhætt, og ekki þarf neinn sá maðr að kvíða fyrir því, að vísindin gjöri út af við kristindóminn, sem eins og postulinn eða konan í skáldsögunni ensku liefir persónulega revnslu fyrir upprisu frelsarans í eigin sálu sinni. ,,Eg veit, að lausnari minn lifir.“ Það var einu sinni á baráttutíð reformazíónarinnar, þá er framtíðarhorfur hinnar endrfœddu kristnu kirkju voru allra skuggalegastar, að Lúter var á leiðinni með að örvænta og gefast upp með öllu. Kvíðandi og dauð- hryggr fór hann inn í skrifstofu sína eða bókaherbergi sitt og var þar einn. Melankton var líka áhyggjuÞdlr, hvað helzt út af því, að hann taldi víst, að Lúter, hin mikla máttarstoð þeirra samverkamanna, væri algjör- lega bilaðr og brotinn. Einnig hann lokaði sig inni heima hjá sér og grét. En síðla kvölds sama dag á- ræddi hann þó að fara út í kyrrþey í nætrhúminu á fund Lúters. Við skrifborðið í herbergi sínu fann Melankton vin sinn sitjanda þar í dimmunni. Lúter veitti því enga eftirtekt, er hinn gekk þangað inn; en er komumaðr g jörði vart við sig. lét sá, er fvrir var, undir eins kveikja fjós. Sá Melankton þá þessi orð á latínu rituð með krít á borðið: Vivit — hann lifir, liann lifir. Lúter hafði ritað þetta. Þar var huggunin hans, — ljósið lr ís í myrkrinu, — trúin hans kristilega á frelsarann upp ris- inn frá dauðum. o

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.