Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 18
14
kristindóminum. Einn þeirra sagði þetta: „Eg met
allt tjón lijá því ágæti að ná þekking á Kristi Jesú,
drottni mínum, því að fyrir lians sakir liefi eg misst allt
og met það ekki meir en sorp, til þess að eg geti áunnið
Krist.“
Hvernig átt þú að fá fnllnœgjandi sönnun fyrir því,
að kristindómrinn sé það dýrmæta linoss, sem Jesús
Kristr telr hann? Reyndu hann. Reyndu hann, —
ekki eins og sá, sem kemr þjótandi að borði, þrífr þar
einn munnbita, sem lionum ekki fellr, hleypr svo burt, og
hefir illt eitt að segja um borðhaldið allt; en reyndu
kristindóminn eins og sá, sem vandlega og án allrar hlut
drœgni veitir eftirtekt öllu, sem fram er reitt í veizlu-
unni. En fullkomlega liefir enginn reynt alla þá dýrð-
legu rétti, sein Jesús býðj- oss, nema sá, sem hefir eign
azt anda hans og leitazt við að láta þann anda stjórna
öllu lífi sínu. Sá maðr er vissulega ekki í neinum vafa
um sannleik þessarra orða frelsarans:
„Ok mitt er indælt og bvrði mín létt.14
--------o-------
VITNISBURÐR UM SKAÐSEMI NÝJU GUÐFRŒÐINNAR
frá hr. Gunnsteini Eyjólfssyni (skömmu áðr en
hann lézt).
„Mikið er, hvað þessi nýja guðfrœði veðr nú uppi;
og ef eg skil nokkuð stefnu tímanna, þá mun liún eiga
cftir að gjöra lieil-mikinn usla í kristninni, en þó falla
um koll að lokum. Eins og flestar villukenningar stvðst
hún mest við skilningsleysi fólksins, sem aldrei liefir
gjört sér grein fyrir, hverju það trúir, en fylgist með í
blindni og feykist og fellr fyrir hverjum vantrúar-vind-
blæ. Og þótt undarlegt sé, þá er eins og vit og power
of reasoning fari minnkandi eftir því, sem menn lenda
lengra út í þæ,r ógöngur. Það fylgist venjulega að, að
ef maðrinn yfirgefr guð, þá yfirgefr guð manninn. En
þessi nýja villutrú er að l>ví leyti hættulegri en aðrar
samkyns villur, að hún kemr frá kirkjunnar mönnum
sjálfum. Næstum því allsstaðar bvrjar hún svo, að það