Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 10
6 til ;ið Jeggja út af, enda var hún eitt af því fyrsta, sem eg hafði fyrir prédikunartexta. Og oftar en einu sinni hefi eg notað liana til hins sama. Aftr verða nú þessi indælu orð fyrir mér til umhugsunar Eg ætla ekki að segja, live mikið af nýju gulli sannleikans eg hefi fundið í lienni fram yfir það, sem eg áðr fann þar; en það skal tekið fram, að þessi orð frelsarans eru mér enn að nýju hugnæmt umhugsunarefni, og að eg lít á bau nú frá nolckuð öðru sjónarmiði Hfsreynslunnar en þá er eg fyrst prédikaði út af þeim. Flestum, sem orðin lesa, finnst víst að þau sé fögr. Hví eru þau fögr? Fæstir geta gefið vísindalega skýr- ing á því. Jafnaðarlega vitum vér ekki, hvernig því víkr við, að eitt eða annað er fagrt. Fegrðin snertir vanalega miklu meir tilfinninguna en skynsemina; því er og sú sálargáfa, sem metr fegrðina, nefnd fegrðartil- finning. Mennirnir eiga í djúpi sálarlífs síns ein- hverjar hugmyndir um samrœmi, einhverja smekk- vísi, einhverja fegrð. Ef hin ytri fegrð finnr samrcemi í sálinni, þá verðr hún metin, annars ekki. Ef hin ytri fegrð getr ekki lireyft neina strengi í mannlegri sál, sem eru henni samróma, þá getr hún ekki fengið viðrkenning. Oss finnst ritningargrein þessi fögr af því að hvin hrevfir svo vel strengi þess, sem göfugast er í sál \Torri. Vér þurfum engan lieimspeking til þess að liða hana í sundr og á þann hátt gjöra oss grein fyrir fegrðinni, sem í henni felst. Vér vitum, að hún er fögr. Hvað eftir annað liefir fegrð hennar gagntekið innra mann vorn. Vér höfum teygað hugsanir hennar eins og þyrstr maðr vatn, og yndislegast hefir verið að láta hana hvíla í sál vorri, þegar vér áttum bágast. Vér höfum litið á þennan ritningarstað frá sjónar- miði tilfinninganna. Ekki getum vér látið þar staðar numið. Augað er ljós líkamans, og skynsemin er ljós sálarinnar. Vér erum ekki ánœgðir með það að eins, að finna til; vér viljum einnig sjá. Eins og auga líkamans dvelr við fagrt útsýni, til þess að virða fyrir sér hvern einn smáhluta þess, eins viljum vér beita sjón sálarinnar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.