Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 11
7 við þessa ritningargrein og leitast við að gjöra oss Ijóst, livað í lienni felst. Þegar vér virðum fyrir oss útsýni, lítum vér fyrst yfir heildina og athugum svo nákvæmar hvern einstakan part. Þegar vér lítum f lieild sinni á biblíu-orðin, sem nú er um að rœða, sjáum vér, að bau eru einskonar boðsbréf. Og er það orð — orðið boðsbréf — er nefnt, kernr oss, ef til vill, í liug brúðkaupsveizla eða eitthvert annað hóf eða veitinga-samkvæmi. Sannarlega er hér líka um einskonar veizlu að rœða. f ]>eirri veizlu eru í raun og veru borin fram öll þau gœði, sem guð býðr stríðanda mannheimi. Jesús Kristr er sá, sem býðr í þessa veizlu. Sá, sem þekkir hann, telr meira í það varið að fá boðsbréf frá honum en mesta höfðingja heimsins. Orðin eru blátt áfram, mjög skiljanleg og einföld: „Komið til mín!“ Hverjum býðr hann að koma til sín ? Hann til- nefnir alla þá, sem erviða og þunga ^ru Iilaðnir — menn- ina þreyttu. Fyrst dettr oss ef til vill í liug, að hér sé að eins átt við þá, sem eru þreyttir af líkamlegri vinnu, og má vera, að oss komi til lmgar, að þetta sé í fyllsta samrœmi við þá stefnu, sem Jesús Ivristr fylgdi meðan hann starfaði hér á jörðinni; því hann var svo góðr við fátœklinga og aðra, sem bágt áttu í líkamlegu tilliti. En er vér aðgætum þetta vel, sjáum vér, að þesskonar flokkaskifting getr hér ekki átt sér stað, og liggja tvær ástœður að ])ví, að slíkt getr ekki komið til mála. Önn- ur er sú, að það er fjarlægt anda Jesú Krists að gjöra þannig lagaða flokkaskifting. Hann kenndi: „Hver, sem trúir og verðr skírðr, mun hólpinn verða.“ Þar er enginn greinarmunr gjörðr á flokkum eða þjóðum. Undantekningarlaust sérhver sá, er fullnœgir þeim skil- yrðum, hvernig sem á lionum stendr að öðru levti, In ort hann er á hæsta eða lægsta stigi mannfélagsins, hverrar þjóðar sem hann er, hvernig sem hörundslitr lians kann að vera, hann á heima í guðs ríki. Hin ástœðan er sú, að öll vinna manna er að einhverju leyti líkamleg á- reynsla,. Margir íslendingar litu svo á hér framan af í heimsálfu þessarri, að það væri ekki líkamleg vinna að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.