Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.03.1910, Blaðsíða 17
13 hvert það á að stefna. Sú breyting verðr á, að það veit tipp á liár, í liverri átt rétta leiðin er. Sá, sem gengr Jesú Kristi á hönd, er eins og skip, sem náð hefir réttri stefnu. Skipið nemr ekki staðar við það. Barátta þess við vindinn og sjóinn heldr áfram, og áframhald barátt- unnar er einbeittara en áðr, því að fullvissa er fengin um það, hvert takmarkið er og hvernig því á að ná. Eins er því varið fyrir þeim, sem verðr í hjartans alvöru lærisveinn Jesú. Hann hættir ekki að stríða, en hann stríðir betr en áðr, og hann stríðir eins og sá, sem veit, hvert stefna skúli og hvernig hinni eilífu liöfn verði náð. Hið fegrsta samrœmi er því í því, er Jesús talar undir eins um hvíld og starf. Það er friðsælt starf, sem hann talar um cg' býðr oss, er hann segir: „Komið til mín!“ Framfylgi þá allir boði hans. Noti allir það. Láti enginn það vera eins og bréf ó póstliúsi, sem enginn hirðir, af því að enginn telr sig eiganda. Sérhver maðr á jörðu er, þá er um þetta er að rœða, réttr eigandi. Komi alli til Jesú: 1, til þess að fá grnndvallaða lífsstefnu; 2, til þess að starfa í anda hans og eftir þeirri fvr- irmynd, sem hann hefir gefið oss; 3, til þess að eignast með honum sælluríkt samfélag við guð hið innra í sálinni. Þett.) nær augsýnilega út yfir allan kristindóminn, því þegar Jesús segir: „Komið til mín!“—þá er hann að bjóða alla þá blessan og alla þá hjálp, sem lifandi trú hefir í sér fólgna. „Því að ok mitt er indælt og byrði mín létt“—segir frelsarinn. Óteljandi eru þeir menn, sem síðan liafa borið vitni um sannleik þessarra orða, cg verið sann- fo'rðir um, að kristindómrinn er dýrmætasti boðskapr inn, sem heyrzt hefir Iiér á jarðríki. Af öllu sorglegu, sem til er, er því ekkert eins sorglegt og það, er menn kasta þessu frá sér svo sem það væri einskisvirði. Allt, sem gott er, er því miðr fótum troðið af einhverjum Láti enginn það villa sér sjónir. TTlustum heldr allir á það, sem þeir menn segja, er verulega reynslu hafa af

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.