Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1910, Qupperneq 2

Sameiningin - 01.07.1910, Qupperneq 2
130 fangastaðr fyrir oss — veikkristna Vestr-íslendinga — á för vorri í liuganum um þessar fornlielgu postullegu sögustöðvar. Þetta er í sérstökum skilningi ritað fyrir oss. Þetta er ekki aðeins saga um það, er gjörðist útá Gyðingalandi á löngu liðinni öld, heldr Hka uppdráttr sögu þeirrar, sem vor á meðal hefir verið að gjörast frá því fyrst, er hin kirkjulega barátta vor liófst í frumbýl- ingsskapnum andlegum og líkamlegum í þessu landi, eða þessarri heimsálfu, og allt fram á þennan dag. Hér sjmir guð heilagr andi þér þína eigin sögu. Hér stendr saga kirkjufélags þíns, hins íslenzka lúterska, úthleypt, liöggin af myndasmiðnum mikla á harðan klettinn. Naumast hefir nokkur sólarhringr liðið svo síðan í fyrra, að eg hafi ekki í anda liorft á þessa lielgu sögu- mynd frá þessu sérstaka sjónarmiði, lialdandi því föstu, að þá mynd ættum vér. Því lít eg svo á, að drottinn sjálfr hafi útvalið mér þennan prédikunartexta og fengið mér hann. Textinn hefir eiginlega meðferðis tvær sérstakar, skýrar og átakanlegar myndir; sín mynd í hvoru vers- inu um sig — og stingr myndum þeim eins mjög og hugsast má í stúf hvorri við aðra. Mynd af nótt og mynd af degi; eða mynd af vetri og mynd af sumri. Mestu andstœður, er komið geta fyrir, sýndar þar. Páll postuli er í bókstaflegum skilningi nýorðinn bandingi drottins, þá er þetta kemr fyrir í sögu hans. Hann sitr í varðhaldi í Jerúsalem undir gæzlu róm- verskra hermanna í Antonía-kastala. Landar hans, blindaðir og œðisgengnir, höfðu handtekið liann í Must- eris-helgidóminum, er hann var nýkominn þangað úr þriðju kristniboðsferðinni miklu vestr um lönd. Úr liöndum þeirra var hann svo af hermönnunum hrifinn inn í kastalann í næsta nágrenni Musteris-stöðvanna. Ekki tveir heilir sólarhringar eru liðnir síðan. Leyft var honum, eftir að hermennirnir höfðu hrifið hann úr vargaklóm Gyðinga-skrílsins, frá kastala-tröppunum a8 ávarpa landa sína á hebresku, móðurmáli þeirra og hans; ■ef til vill gæti Itann með slíku ávarpi komið fyrir þá viti og ;«efað þá; en sú tilraun hans misheppnaðist ntunalega.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.