Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1910, Page 3

Sameiningin - 01.07.1910, Page 3
i3i Og er foringi liins rómverska setuliðs daginn eftir lét hann í viðrvist sinni koma fram fyrir prestaráð Gyð- inga máli hans til rannsóknar, varð brátt áþreifanlegt, hve lítil var von þess, að í þeirri átt liins gyðinglega ,'jóðlífs yrði með sannsýni litið á málstað postulans; því nálega undir eins og Páll er kominn fram fyrir þá höfðingja og farinn að gjöra grein fyrir máli sínu, er hann að boði œðsta prestsins sleginn á munninn. Endr- tekning þess, sem áðr liafði komið fyrir í öndverðri písl- arsögu frelsara vors Jesú, er þjónn œðsta prestsins, sem þá var, út af einörðum, en stillilegum orðum lians til þess höfðingja, gaf Jesú kinnhestinn ógleymanlega. Eftir þá yfirheyrslu er svo aftr farið með Pál inn í her- manna-virkið. Önnur nóttin hans í því varðhaldi er nú yfir hann að líða. Hnugginn var liann vafalaust, er hann ' böndunum lagðist til hvíldar um kvöldið. 1 alla staði eðlilegt, að áhyggjur þungar og ömurlegar hlœðist yfir liann með nóttinni að sígandi þá út af hinum dapr- legu framtíðarhorfmn með tilliti til persónulegrar reynslu hans þessa tvo næstliðnu daga. Því að hörm- ungatíðin, sem nú steðjaði að honum, var enn ískyggi- legri en allt annað sömu eða líkrar tegundar, sem áðr hafði yfir hann dunið frá því fyrst, er hann gekk drottni Jesú á liönd og undir krossmerki hans. Allsstaðar og æfinlega á ferðum sínum að undanförnu hafði hann reyndar mœtt mótspyrnu og ofsóknum. En þrátt fyrir þau ókjör öll hafði hatnn þó á því skeiði ferðazt um og starfað frjáls maðr. Nú aftr á móti er hann orðinn bandingi — má ekki einsog þá er komið ráða sjálfum sér eða um frjálst höfuð strjúka. Þar er sá stóri munr æfikjaranna, sem nú voru orðin, og hinna, er a,ð undan- förnu höfðu verið. Margar framtíðar-vonir hans, er verið höfðu, voru að sjálfsögðu xít af þessarri breyting á kjörum hans nýdánar eða sem óðast að deyja. Svart strik skiljanlega allt í einu dregið yfir svo eða svo mikið af því, er hann hafði sett sér fyrir að framkvæma fyrir drottin í nálægri framtíð. Og hann fékk þar ekkert við ráðið. Látum vera, að hann ætti bágt. Að því er sjálf- an hann snertir persónulega, gat hann víst jafnaðarlega

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.