Sameiningin - 01.07.1910, Síða 5
133
tœkifœri hafði hann lengi gengið xneð þá þrá í hjarta að
mega flytja fagnaðarboðskapinn um Jesúm í böfuðstað
heimsins, Rómaborg, og að ferðast þangað í því skyni
hafði liann fastlega sett sér fyrir. Þessu hefir bann nú
verið að velta fyrir sér, er bann var í varðhaldið kom-
inn og bafði misst frelsi sitt; því nú leit ekki út fyrir, að
neitt gæti orðið úr því framar. Og þetta er það fremr
öllu oðru, sem veldr sársaukanum í sál bans. En nú er
drottinn sjálfr til bans kominn til þess að bugga liann
og gjöra bann aftr vonglaðan, meðal annars og sérstak-
Iega með þeim fagnaðartíðindum, að þes,si beitasta
framtíðarþrá hans skuli fá fullnœgju — honum skuli
auðnast að vitna um Jesúm í höfuðstað beimsins, engu
síðr en hann þegar hafði gjört þar á aðalbóli gyðing-
dómsins í Jerúsalem. Stefnuskránni, sem bann undir
leiðslu beilags anda Iiafði sett sér, skal verða framgengt.
Það veit bann nú úr þessu með guðlegri vissu; því frels-
arinn Jesús Kristr sjálfr befir komið til lians og flutt
honum þann gleðiboðskap.
Þá er að gæta að því, sem segir frá í binu síðara
versi texta vors. Nóttin er naumast liðin, þá er bráð og
œgileg dauðabætta rís upp og tekr að vofa yfir Páli, því
þegar undir eins í dögun gjörist hið mikla samsœri Gl-yð-
inga í Jerúsalem, er þeir strengja þess beit, með dýrum
eiði og formælingum, að bragða bvorki þurrt né vott
fyrr en þessi, er þeir út af trú hans á Jesúm töldu versta
óvin sinn, væri af þeirra völdum af dögum ráðinn. Síð-
ar í sögunni sést, að samsœrismenn þessir voru ekki
færri en fjórir tugir, og það með, að þeir böfðu presta-
böfðingjana og öldungana að bakjarli. Yar því auð-
sætt, að hér var fyrir Pál — einsog nú var að öðru leyti
bið ytra hag hans komið — við óskaplegt, og frá jarð-
nesku sjónarmiði með öllu óviðeiganlegt, ofrefli að eiga.
Nú blasir andstœðan stórkostlega í versum textans
tveim við augum allra: annarsvegar stórveldið, sem hér
á jörðu ákveðr, að Páll skuli bið bráðasta þaggaðr niðr
og deyddr; binsvegar heitorð frá drottni af himnum of-
an, persónulega honum veitt, um það, að málefni krist-
indómsins í liöndum hans skuli verða borgið, — það,