Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1910, Síða 12

Sameiningin - 01.07.1910, Síða 12
140 kvæmlega sömu tegundar. Og vissulega má enginn aí söfnuðunum eða kennimönnunum, sem haldizt hafa fast- ir í þeim félagskap, telja sér það til gildis, að hann ekki datt úr leik eða lenti fyrir utan. Enginn hefir þar neitt að þakka sjálfum sér. Eingöngu af náð guðs er það, að vér sem uppi stöndum eftir voðann allan, er dun- ið hefir yfir kirkjufélagið, höfum ekki verið hraktir af hólmi. Svo nær oss hefir höggið verið í baráttu liðnu áranna, að vér ættum sannarlega að koma fram fyrir drottin , á þessu aldarf jórðungs-afmæli liins kæra kirkju- félags vors með hjartanlegri játning eigin ávirðinga, takandi upp á sjálfa oss fulla ábyrgð á því hinu marga og mikla, sem í félagsmálum vorum liinum kirkjulegu hefir aflaga farið, en gefandi Jesú, konungi kristninnar, dýrðina fyrir það allt, sem vel hefir gengið, — hamingj- una, blessanina, frelsanina alla. Kirkjufélagið hefir komizt lífs af úr eldraunum sínum öllum aðeins fyrir þá sök, að það er barn drottins, sem vígði það nýfœtt sér tilJajónustu, var síðan stöðugt með því verndandi og blessandi á braut þeirri, sem hann frá upphafi lét því afmarkaða, gegn um eyðimerkr-voð- ann allan. Eyðingaröflin samsvörmi á móti því, þótt mörg hafi verið og œgileg, hafa engu orkað í því að gjöra útaf við það, af því að hann einn, drottinn sjálfr, hélt yfir því hendinni og leiddi það áfram á braut lífsins. Margsinnis tók hann beinlínis fram fvrir hendrnar á oss, svo að vér höfðum ekiki það fram, sem vér vildum, og töldum jafnvel lífsnauðsyn. Og þótt slíkar óviðráðan- legar hindranir yrði oss í bráð áhyggjuefni og sársaaiki, þá sannfœrðumst vér jafnaðarlega um það áðr en langr tími var liðinn, að í raunum þeim réð kærleiksrík föður- forsjón drottins málefni hans og sjálfum oss til blessim- ar. Aðsúgrinn marg-víslegi og heiftþrungni, sem kirkju- félagið hefir orðið fvrir af hálfu óvina þess, liefir ekki haft þann árangr, sem til var ætlazt — hann skaðaði fé- lagið ekki meir en samsœrið gegn postulanum, sem frá er sagt í texta vorum, skaðaði liann. „Ef guð er með oss, hver er þá á móti oss?“ Það getum vér nú út af þess-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.