Sameiningin - 01.07.1910, Síða 17
145
(Xag: Upp skepna hver, og göfga glöö. j
Hér ljómar dýrðlegt drottins liús,
hér drottins birta skín.
Nú heldr lýðr hjartans fús,
ó, herra guð! til þín.
Ei lengr daprir drúpnm vér
í dauðans eyðimörk.
Á hrakning eigi framar fer
hin fagra drottins örk.
Pyrr Davíðs sonr dýrðarhöll,
vor drottinn! reisti þér.
En konunglegri’ er kirkjan öll,
sem Kristr helgar sér.
Hans konungshöll er kirkjan hér,
já, kristnin öll sem heild.
Af henni aðeins erum vér
ein einstök lítil deild.
Krists merki sett vér höfum hátt,
vér hopa’ ei vildum spor.
Vér guðs orð höfum óskert átt,
það eitt er heiðr vor.
Hér tignarleg guðs tjaldbúð skein
í tuttugu’ og fimm ár.
Þar lýstu guðs orðs ljósin hrein.
Þér lof sé, guð vor hár!
Þó býsna-margt hjá oss var að
og ófullkomleik háð.
En fyrirgef oiss, faðir! það
af föðurlegri náð.
Þitt ríki, drottinn! öflugt er,
vort eigið ráð er valt.
Oft vorra ferða fórum vér.
Ó, fyrirgef það allt.