Sameiningin - 01.07.1910, Page 24
152
tveggja ('séra Jóns Bjarnasonar og hr. W. H. PaulsonsJ var ekki
út runnin.
Sérstakt fagnaöarefni varö það þinginu, er hr. Jón J. Vopni
fyrir hönd júbíl-sjóös-nefndar, sem sett var í fyrra ('auk hans voru
þeir Björn Walterson og Bjarni Jones í nefndinnij, hefði tekizt að
safna fimm þúsundum dollara í þann sjóð einsog í öndverðu var til
tekið. Og var nefnd þeirri hjartanlega þakkað fyrir dugnað sinn
og fyrirhyggju. Júbíl-sjóðrinn heitir úr þessu heima-trúboðssjóðr
kirkjufélagsins. Niðrstaða þessarrar starfsemi er stórkostlegr sigr,
einkum er til þess er tekið tillit, að þetta hefir unnizt samfara
mestu baráttunni í sögu kirkjufélagsins.
Heiðingjatrúboðs-neíndm frá í fyrra bar tvær tillögur fram við-
víkjandi framkvæmdum af hálfu kirkjufélagsins, sem henni sýndist
rétt að þingið veldi nú um: Annað það, að varið væri á þessu ári
500 dollurum úr heið.trúboðssjóði, til framfœrslu kventrúboða á
Indlandi, ungfrú Esburn af danskri ætt (í sambandi við heið.trúboð
General Council’s þarj. Hitt það, að vér legðum nú allan heið.trú-
boðssjóð voru einsog hann er í hendr nefnd þeirri í General Coun-
cil, sem stendr fyrir trúboðinu meðal heiðingja af hálfu þeirrar
kirkjudeildar. Hið fyrra varð að samþykkt í þinginu.
Heiðingjatrúboðssjóðr kirkjufélagsins var fyrir þing, er féhirð-
ir lokaði ársreikningum, orðinn $2,236.18 að upphæð. Síðan—fyrir
þing og á þingi—bœttust þar við $63.39. ('Sjá kvittan féhirðis í
þessu blaði.J Var sjóðr þessi því áðr en þingi var slitið orðinn
$2,299.57. Um rúm þrjú hundruð dollara hefir sjóðrinn því aukizt
síðan á kirkjuþingi í fyrra.
Að kvöldi sunnudags 19. Júní —þriðja dags frá því, er þingið
var sett — flutti séra Kristinn K. Ólafsson á opinberum guðsþjón-
ustufundi rœðu um kristniboð meðal heiðingja með orð frelsarans í
Jóh. 20, 21 C„Einsog faðirinn hefir sent mig, eins sendi eg yðr“J
að texta. í sambandi við það stórhátíðar-erindi leiddi skrifari
kirkjufélagsins, séra Friðrik Hallgrímsson, fram að gráðunum
kirkjunni einn ungan bróður, Oktavíus Thorláksson, son séra Stein-
gríms og konu hans, með þeirri yfirlýsing til safnaðarins, að hann
hefði fastákveðið fyrir augliti drottins og með hjálp hans að búa
sig menntunarlega og á annan hátt undir heið.trúboðsstarf og á sínum
tima fara út í heim í því skyni. Hinn ungi maðr staðfesti þetta með
eigin munni, bað um fyrirbœn safnaðar og þings, og forseti kirkju-
félagsins bar fram bœn og lagði í Jesú nafni yfir hann blessan. At-
höfn þessi var há-alvarleg og einhver dýrmætasti þáttr í júbíl-hátíðar-
haldi þessa einstaklega kirkjuþings. Til undirbúnings hinu fyrir-
hugaða göfuga starfi verðr hr. Oktavíus, að svo miklu leyti sem
hann óhj ákvæmilega þarf, styrktr af kirkjufélagi voru við nám sitt,
sem ef til vill tekr hann ein sjö ár.
í heiðingjatrúboðsnefndina voru fyrir þetta ár kosnir: séra