Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1910, Síða 27

Sameiningin - 01.07.1910, Síða 27
155 meölæti, sem hann aldrei hefði ímyndaS sér aö hann yrði fyrir. Eftir kl. 3 — á venjulegum sunnudagsskólatíma í F. lút. k. — fór fram önnur hátíSar-guSsþjónusta — aS öllu leyti á enskri tungu. Séra Hans B. Thorgrímsen,, sem svo góSan þátt átti í myndan kirkjufélagsins áriS 1885, prédikaSi nú og hafSi fyrir texta Efes. 2, 15-20. En þessir sálmar voru sungnir: Holy, Iioly, Holy! Lord God Almighty, þar næst A Mighty Fúrtress is our God fhinn mikli sálmr Lúters „Ein feste Burg“ eSa „Vor guS er borg“), og Ioks Now thank we all our God“ (annar frægr þýzkr sálmr „Nun danken Alle Gott“ eSa „Nú gjaldi guSi þökk“ý. Um kvöldguSsþjónustuna þennan sama sunnudag og atvik þaS hiS einstaklega og hátíSlega, sem hún endaSi á, er áSr getiS. Annar eins sunnudagr og þessi verSr víst mörgum íslendingum ógleymanlegr. Eitt fundarhald snemma á þinginu — aS kvöldi laugardags — var helgaS kristilegri líknarstarfsemi. Flutti séra FriSrik Hall- grímsson fyrirlestr um þaS efni, og síSan voru almennar umrœSur. Minnzt var í því sambandi á hiS fyrirhugaSa gamalmennahæli, sem nefnd ein í kvenfélagi Fyrsta hiterska safnaSar í Winnipeg hefir aS undanförnu veriS aS safna fé til og vekja áhuga manna fyrir víSs- vegar í söfnuSum kirkjufélagsins. Skýrt frá, aS meSfram væri hug- myndin, aS sú stofnan yrSi líka hæli fyrir munaSarlaus börn. Mánudagskvöld 20. Júní var skemmtisamkoma í kirkjunni, sem Fyrsti lúterski söfnuSr bauS þingmönnum og almenningi til. Var þar söngr og hljóSfcerasláttr, sem ágætlega hafSi veriS vandaS til, svo og rœSuhöld ýmist á íslenzku eSa ensku. Dr. Stub var einn af rœöumönnunum, talaSi um músík í þjónustu drottins, og lék hinu mesta lofsorSi á söngflokk kirkjunnar, formann hans og organistann. Eftir miöjan dag næsta, þriSjudag, var skemmtiför á gufubát þeim, er Winnitoba nefnist, niSr aS flóSlokunum í St. Andrew’s strengjunum í Rauöá — til aS skoöa þaS mikla mannvirki. Fyrsti lút. söfnuSr hafSi einnig gengizt fvrir þessu og boöiS þingmönnum til fararinnar ókeypis. En fjöldi annars fólks tók og þátt í þeirri skemmtan. ÞriSjudagskvöld átti aS verSa allsherjar samkoma lúterskra manna af ýmsum þjóSflokkum í einu stórhýsi bœjarins, Walker- leikhúsi, meSal annars til þess aS auglýsa aS nokkru styrk þeirrar kirkjudeildar hér í Winnipeg. Samkoma sú var og haldin, en miklu fámennari en œskilegt hefSi veriS, því aS hálf-ófœrt þrumuveSr skall á rétt á undan fundartíma tilteknum. Liklega voru þar flestir hinna lútersku presta í Winnipeg, og nokkrir þeirra töluSu — á ensku, þýzku, norsku og íslenzku; en aöal-rœöumaSrinn; var dr. Jacobs frá Philadelphia. Ágrip af meginþætti rœöu þeirrar, sem hann flutti viS þetta tœkifœri, birtist sérstaklega á öSrum staS hér í blaSinu.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.