Sameiningin - 01.07.1910, Blaðsíða 29
157
Prestarnir tólf og tveir trúboSar; erindsrekar safnaöa 43. Alls
því á þinginu meö fullum réttindum 57.
Dr. Adolph Spaeth, einn hinna allra merlcustu guSfrϚinga og
kennimanna lútersku kirkjunnar i Vestrheimi ('General CouncilJ,
andaöist í Philadielphia 25. Júní rúmlega sjötugr aS aldri (f. á
Þýzkalandi 29. Okt. 1839J. Hans verðr væntanlega minnzt síöar í
„Sameiningunni".
Um Björnstjerne Björnson, nýlátinn, ritar Christopher Bruun
svo í „Luthersk Kirketidende“ fKristianiaJ frá 30, April:
„B. B. var mesta stórveldi gjörvalls þjóölífs vors. Ekki aö eins
:sem skáld, — líka sem rœðumaSr á mannfundum, í blöðunum og
persónulegri umgengni útbýtti hann þjóð sinni andlegum auSi óspart
og hafSi stórvægileg áhrif. Vér erum allir í skuld viS hann fyrir
sumt þaö, sem bezt er í þjóSlífi voru. Eg tala hér máli kristins
manns. Á því skeiSi æfinnar, er hann enn var ungr maSij, var hann
voldugasti talsmaðr og forvígismaör þess alls i kristindóminum, sem
„vakningin norska“, þrátt fyrir alla hennar ómetanlegu veröleika,
vann að því aö bœla niðr og kœfa.
En eins og öllum er allt of vel kunnugt gjöröist hann, er fram
á æfina leiö, háskalegasti mótstööumaör hins alls í kiristindóminum,
sem vakningarmenn vorir héldu sér fast viö og fylgdu fram.
Hann aðhylltist þegar frá œskuárum skilning Grundtvigs-sinna
á kristindóminum. En einnig af opinberri ;starfsemi hans mátti
ráöa, að hann hirti lítt um aö láta „afneitanina“ (sem um er að
rœöa í skírnarsáttmálanumj fara út í yztu æsar.
Danskr prestr einn úr flokki Grundtvigs-manna, maör guðrœk-
inn, kom hingaö norðr og fann Björnson aö máli. Eftir þá sam-
fundi þeirra lýsti hann því, hvernig sér hefði fundizt hinn maörinn,
með þessum fáu orðum: „Aldrei hefi eg á æfi minni séö annað eins
risavaxið frummenni" (Nu har jeg i mine Dage ikke set en saadan
Masse med Natur).
Svo hófst nýtízku-byltingin og Georg Brandes kom til sögunnar.
Voldugr vantrúarstraumr fór í gegn um bókmenntirnar. Björnson
leitaðist viö aö standa á móti þeim straumi og verja trú sína. En
þaö tókst ekki. Trúin brast, enda hafði hún áðr verið etin sundr.
Með sársauka, miklum sársauka, sagöi hann skilið viö kristin-
dóminn. En hann lét huggast. Hann kvaðst hafa fundið œöra
siðalærdóm.
Svo gekk hann í lið með mótstöðumönnum kristindómsins. Að
nokkru leyti hélt hann sér jafnan í skefjum í baráttunni gegn krist-
indóminum. En sökum þess, hve frábært vald hann haföi yfir hug-
um manna, hljótum vér þó jafnvel aö segja, aö hann hafi þar verið
leiðtoginn.
Þetta dró þá líka á síðustu árum hans tilfinnanlega úr þeim sið-