Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.06.1911, Side 6

Sameiningin - 01.06.1911, Side 6
g8 bragÖafrelsi liér í landif Eru ekki allir menn frjálsir að því að hafa þá skoðun, sem þeim finnst réttust? 0g eru þá ekki um leið allir frjálsir að því, að standa í engn félagi, ef þeir kjósa það? Frjálsræðið í þessu sambandi er ekkert efarnál. Allir menn í landi þessu hafa frjálsræði til að standa fyrir utan kristinn söfnuð. Adam hafði frjálsræði til að falla í synd, og enn hefir hver maðr frjálsræði til að hafna því, sem gott er. Þú ert frjáls að því, að vera fyrir utan kristinn söfnuð. Það kannast eg við. Mér kemr ekki til lmgar að deila við þig um það. En þótt eg hafi frjálsræði til að taka brauðið frá konunni minni og börnunum og verja því fyrir skaðlegan drykk lianda sjálfum mér, þá sannar slíkt frjálsræði ekki, að það sé rétt af mér að gjöra. Spurningin, sem þfi átt að leggja fyrir sjálfan þig í þessu máli, er því ekki: Er mér frjálst að vera í söfnuði eða vera ekld í söfnuði? — því slíkt viðrkenna allir, heldr: Er það rétt að ganga í söfnuð, eða að vera fyrir utan kristinn söfnuð. Ef það skyldi nú vera rétt fyrir þig að vera utam safnaðar, er það þá ekki rétt fvrir alla aðra ? Og livar væri þá krist- inn félagskapr í heiminum, ef allir hugsuðu einsog þú? Hugsaðu, vinr minn! um málið frá þessu sjónanniði. Er það rétt af þér að vera fyrir utan kristinn söfnuð? Vinnr þú frelsara þínum gagn með því að vera utanvið félagskap þann, sem liann stofnaði? Ert þú að gjöra g-uðs vilja með því að vilja ekki kannast við þann félag- skap, sem berst fyrir ríki hans í þínu byggðarlagi? Vel veit eg það, að þegar eg bið menn að ganga í söfnuð af þeirri einu ástœðu, að það sé rétt, er eg, ef til vill, að hindra suma frá því að ganga inn. A8 gjöra rétt, að grœða—, hvort er þyngra á metum? Hvor skyldi fá betri undirtektir bjá almenningi, maðrinn, sem fer útum sveitir og' segir fólkinu, að fyrir guði og samvizkunni sé það rétt af því að ganga í kristinn söfnuð. eða hinn maðrinn, sem fer á sömu heimilin og segir fólkinu, að ])að grœði á bví aið láta gömlu skilvinduna sína fyrir ])að, sem seinna kann að reynast hálfvirði, og taka nýja skilvindu, sein á sínum tíma kann að revnast lélegri en

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.