Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1911, Síða 25

Sameiningin - 01.06.1911, Síða 25
ii 7 íorsetij, B. J. Brandson, B. L. Baldwinson, Jón J. Vopní, Ól. S. Thorgeirsson, Ól. Stephensen, Stefán Thórson, Stefán Björnsson,. Sveinn Brj'njólfsson, Thomas H. Johnson. Svo sem viö var húizt, er síðasta blað „Sam.“ kom út, var kirkjueignarmál Þingvallasafnaðar að nýju tekið fyrir til rannsókn- ar af Templeton dómara í Grand Torks, N.-Dak., að viöstöddum lögmönnum beggja málsaðila. Og sannaöist þá, að ákvæðið um að eign safnaðar haldi sá hlutinn fef söfnuðr klofnarj, semi ekki hefir vikið frá hinni ákveðnu trúarstefnu, standi enn í safnaðar- lögunum. Þarmeð er að því leyti viðrkenndr eignarréttr þess hluta Þingvallasafnaðar til kirkjunnar, sem tryggð hefir haldið við kirkjufélagið. En hinn hlutinn beiddist þess hinsvegar við sama tœkifœri, að málið yrði enn tekið fyrir í haust komanda (2. Okt.J til þess að sú hlið gæti þá lagt einhver ný gögn fram rétttrúnaði sínum til sönnunar. Og það veitti dómarinn. Séra Björn B Jónsson, forseti kirkjufélags vors, hefir í seinni tíð samkvæmt köllun þjónað ensk-lúterska söfnuðinum í Minneota —jafnframt íslenzka söfnuðinum. Og nú hefir hann að fullu tekið þeirri köllun. Þess skal get’ð, að gjöfin frá stúlkum Fyrsta lút. safnaðar til gamalmennahælisins fyrirhugaða var $77.10, en ekki $75.00 einsog fyrir misgáning komst inní Maí-blaðið. Sunnudagsskóla-lexíur. Lexía 9. Júlí 1911: Hinn þjáði þjónn drottins. —Esaj. 52, 13—53. 12. 52, 13. Sjá, þjónn minn mun giftusamr verða; hann mun verða mikill og veglegr, og mjög hátt upp hafinn. 14. Einsog margir urðu agndofa af skelfing yfir þér — svo afskræmd var ásýnd hans framar en nokkurs rnanns og mynd hans framar en nokkurs af mannanna sonum, 15. eins mun hann vekja undrun margra þjóða: konungar munu aftrlykja munni sínum fyrir honum, því að þeir munu sjá það, sem þeim hefir aldrei verið frá sagt, og verða þess áskynja, er þeir hafa aldrei heyrt. 53, 1. Hver trúði því. sem oss var boðað, og hverjum var arm- leggr drottins opinber? 2. Hann rann upn einsog viðarteinungr fyrir ausd-'ti hans og sem rótarkvistr úr þurri jörð. Hann var hvorki fagr né glæsilegr, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegr, svo að oss fyndist til um hann. 3. Hann var fvrirlitinn, og menn forð- uðust hann, harmkvælamaðr og kunnugr þjáningum, líkr manni, er

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.