Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1911, Síða 33

Sameiningin - 01.06.1911, Síða 33
125 '® andi hvítar tennr. Bœti nú lesendr í huga sínum því viS alla þessa andlits-fegrö, hve vel og yndislega hún bar sig meö smátt drúpanda höfuð, meistaralega lagaö, á löngum hálsi; svo tíguleg í framkomu allri einsog hún væri drottn- ing. Þá er hin fagra mær haföi eftir vild sinni litiö yfir fólkið og staöinn, talaöi hún til mannsins, er teymdi undir j henni; en hann var frá Epíópalandi, feykilega þéttv'axinn, nakinn niörað mitti. Hann kom með úlfaldann nær lind- inni og lét hann krjúpa niör. Síðan tók hann viö bikar úr hendi konunnar og gekk að skálinni til að fylla hann. Allt í einu var þögnin, sem fegrð hennar hafði í för með sér, rofin af vagnhjóla þyt og traðki frambrunandi hesta. Þá œptu mennirnir þar á staðnum hátt upp, og héldu svo þaðan burt hver í sína átt og höfðu hraðan við. „Rómverjinn ætlar að ríða á okkr ofan. Gætum okkar.“ Svo kallaði Mallúk til Ben Húrs, og gaf honum um leið eftirdœmi með því að leggja skyndilega á flótta. Ben Húr sneri sér í áttina, sem kallið kom úr, og sá hann þá Messala, þarsem hann sat í vagni sínum, knúði fer- ej'kin áfram og stefndi beint á fólksþyrpinguna. Nú var maðrinn mjög skammt frá og sást því skýrt. Úlfaldinn var ekki lengr í skjóli fólksins eftir að það ! tvístraðist; og þótt hann ef til vill væri liprari í snúningum en þær skepnur gjörast venjulega, þá lá þó við, að hann yrði undir hófum hestanna, þarsem hann hvíldist með lok- ! uðum augum og japlaði á hinni óþrotlegu jórtrtuggu með þeirri værðar-tilfinning, sem ætla má að innrætzt hafi dýri þessu, er svo lengi hafði verið í uppáhaldi. Hinn egypzki öldungr kreysti hendr sínar óttasleginn; hann hreyfði sig í ferðaskrínunni, og bjó sig til að leita þaðan burt; en hann var heftr af elli, enda gat ekki, jafnvel þótt hætta væri á ferðinni, gleymt sér svö, að hann hætti að koma höfðinglega ( fram einsog hann augsýnilega átti að sér. Ben Húr stóð næst þeim og kallaði til Messalaj: „Kyrr! Gættu að, hvar þú fer ! Aftr á bak! Aftr á bak!“ Hinn rómverski höfðingi rak upp hlátr og lét sér hjart- anlegt gaman þykja að. Og er Ben Húr sá, að ekki var nema eitt ráð til að afstýra slysi, gekk hann fram, þreif af öllum kröftum í beizlisstengrnar á vinstra ok-hestinum og þeim, er honum fylgdi, og kallaði upp: ,,Þú, rómverski hundr! lætr þú þig líf svo litlu v;arða?“ Hestarnir báðir prjónuðu og drógu hina hestana í kring. Við hallann, sem varð á vagnstönginni, lá við sjálft, að Vagninn ylti um koll. Messala komst með naumindum hjá þvi að verða fyrir byltu, ^ en þjónninn, sem með honum ók og var svo einstaklega á- g,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.