Sameiningin - 01.06.1911, Qupperneq 24
n6
1 persónu hans hefir íslenzk ættjaröarást birzt í fegrstri og
fullkomnastri mynd.
Landi og lýð til viöreisnar varpaöi hann sér útí baráttu þá, er
vér dáumst því meir aö, sem vér viröum hana lengr fyrir oss. Frá
upphafi var hann ákveðinn í því aldrci að víkja og framfylgdi þeim
ásetningi meö drengskap og óbilanda hugrekki allt til æfiloka.
Lét hvergi þokast frá því, sem í augum hans var satt og rétt,
hversu miklum andróðri og óvinsældum sem hann yröi að sæta
fyrir bragðið. Sýndi sömu einurð í því að setja sig, þá er því var
að skifta, upp á móti öfugu almenningsáliti — órökstuddum tilfinn-
ingum íslenzkrar alþýðu — einsog á móti heimsku og ranglæti
hins erlenda stjórnarvalds. Ólíkr öllum þeim, sem að fornu og
nýju eru að olnboga sig áfram til eiginna hagsmuna, persónulegr-
ar upphefðar. Óeigingirnin frábær. Öllum hœfari í hæstu em-
bættisstöðu og þar einsog sjálfkjörinn fyrir sakir einstaklegra
yfirburða og meðfœdds höfðingskapar hafnar hann þeim hlunn-
indum til þess í erviðum lífskjörum og örbirgð að geta öllum ó-
háðr unnið að velferð þjóðar sinnar eftir bjargfastri sannfœring
sinni æfilangt.
Oss hefir verið það jafn-ljúft sem oss var það skylt að leggja
vorn skerf til þess að Jóni Sigurðssyni væri reistr veglegr minnis-
varði, til þess að glœða sanna föðurlandsást hjá íslendingum —
og til þess um leið að dœma til dauða það allt, sem þar er þvert
á móti.
Minnisvarðinn sé reistr ekki aðeins til þess á þessum tíma-
mótum, þá öld er liðin frá fœðing hans, að heiðra minning hins
mikla mannsí, heldr einnig, og það öllu öðru fremr, til þess að ís-
lenzk þjóð fái í því minnismarki stöðugt horft á þessa göfugu fyr-
irmynd sína sér til frjálsmannlegrar eftirbreytni í baráttu Iífsins.
Með minnisvarðanum komi íslendingum guðlegr innblástr til
alls góðs, og sérstaklega ný ættjarðarást, endrfœdd, helguð og
hreinsuð. fúsleiki til að leggja sjálfan sig fram til fórnar fyrir
málefni sannleikans, stefnufesta, stöðuglyndi, trúmennska, heilagt
hugrekki. Og þarmeð ný öld ljóss og hamingju yfir fsland.
Skiftar skilst oss muni vera skoðanir landa vorra heima um
það, hvar í höfuðstað tslands minnisvarðinn eigi að standa, Vér
viljum, að hann sé reistr þarsem hann myndi bezt blasa við augum
almennings — og þá annaðhvort efst á Hólavelli, í bœnum vest-
anverðum. ellegar, ef þess er ekki kostr, á Arnarhóli, hinum-megin
við kvosina. Þetta er bending frá þeim af oss í minnisvarða-
nefndinni hér, sem kunnugir eru staðháttum í Reykjavík,
Með bróðurlegum kveðjum og blessunaróskum.
Jón Bjarnason ('forseti nefndarinnar), Guðmundr Árnason
(ritari), Skafti Brvnjólfsson ('féhirðirj, Árni Eggertsson fvara-