Sameiningin - 01.06.1911, Side 9
101
standa í lionum sem lifandi og' starfandi líerisveinn
Jesú Krists.
Eg grœdi ekleert á því — segir þú. Það er nokkuð
eftir því, við livað þú átt. Ef þú ert að tala um pen-
inga, tel eg víst, að þú tapir á því. í söfnuði er það
skylda ])ín að styðja málefni safnaðarins með fjár-
framlögum eftir því, sem drottinn hefir gefið þér efni;
en málefninu andlega tilheyrir nokkur hluti efna þinna
livort sem er; svo við það að ganga í söfnuð og stvrkja
hann með fé þinu ert þú aðeins að gjöria það, sem þú
áttir að gjöra áðr. Það er vilji guðs, að ])ú gefir kirkju
lians sanngjarnan hluta af eigum þínum; svo þegar þú
gjörir þetta, er ekki verið að beita þig neinni rangs-
leitni, heldr ert þú að beita drottin rangsleitni, ef þú
gjörir’ það ekki. En áttu annars í öllu, sem þú g’jörir
á lífsleiðinni, að vera að hugsa um það, hvort þú grœð-
ir? Ef þú réttir blásnauðum aumingja hálfan dal, ertu
þá að hugsa um, hvort ]m grœðir nokkuð á því ? Ef þú
gjörir það til þess að grœða á því, hve mikils virði er
þá slíkt góðverk ? Auðvitað dettr þér ekki gróði í liug,
ef þú ert að gjöra sannarlegt góðverk. Þú spyr aðeins,
hvort þörf sé á hjálp og hvort þú getir veitt liana. Satt
er það þó, að einhver gróði fylgir öllu því góða, sem vér
gjörum; en ávöxtr góðverkanna hverfr algjörlega, ef
gróðahugsun blandast saman við tilgang vorn með þeim.
í raun og veru er það sannast góðverk, sem oss kemr
ekki í hug að sé góðverk. Því sagði Jesús: ,,Nær þú
vilt gefa ölmusu, þá viti ekki hönd þín hin vinstri, hvað
sú hœgri gjörir“ (Matt. 6, 3). í því að gjöra rétt er
ætíð gróði—, sá gróði einmitt, sem mölr eða ryð getr
ekki grandað og þjófar fá ekki eftir grafið eða stolið.
(Meira.)