Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1911, Qupperneq 29

Sameiningin - 01.06.1911, Qupperneq 29
I2X Lexía 30. Júlí: Lögmálsbókin fundin—2. Kron. 34, 14-33. 14. En er þeir reiddu fram féö, er boriö var í musteri drottins, fann Hilkía prestr lögmalsbók drottins, er gefin var fyrir Móses. 15. Þá tók Hilkía til máls og mælti viö Safan kanzlara: Eg hefí fundið lögmálsbókina í musteri drottins. Og Hilkía fékk Safan bókina. 16. Fór þá Safan með bókina til konungs og skýrði honum jafnframt frá erindislokum og mælti: Þjónar þínir hafa gjört allt það, er þeim var falið á hendr. 17. Þeir hafa og afhent fé það, er var í musteri drottins, og fengið í hendr umsjónarmönnunum og verkstjórunum. 18. Og Safan kanzlari sagði konungi frá og mælti: Hilkía prestr fékk mér bók. Og Safan las í henni fyrir konungi. 19. En er konungr heyrði lögmálsorðin, reif hann klæði sín. 20. Og konungr bauð þeim Hilkía, Ahíkam Safanssyni, Abdón Míkaja- syni, Safan kanzlara og Asaja konungsþjóni á þessa leið: 21.. Farið og gangiff til frétta við drottin fyrir mig og fyrir leifarnar af Israel og Júda um bókina, sem fundin er, því mikil er helft drott- ins, er hann hefir úthellt yfir oss, af því að feðr vorir hafa eigi gefið gætr að boði drottins með því að gjöra að öllu svo sem skrifað cr í bók þessarri.----- 29. Þá sendi konungr og safnaði saman öllum öldungum Júda og Jerúsalems. 30. Og konungr gekk uppí musteri drottins og með honum allir i júda-menn og Jerúsalems-búar svo og prestarnir og Levítarnir og allr lýðrinn, bæði gamlir og ungir, og hann las í á- heyrn þeirra öll orð sáttmáls-bókarinnar, er fundizt hafði í musteri drottins. 31. Og konungr gekk á sinn stað og gjörði þann sáttmála frammi fyrir drottni, að fylgja drottni og varðveita skipanjr hans og fyrirmæli og lög af öllu hjarta sínu og allri sálu'sinni, til þess að breyta þannig eftir orðum 'sáttmálans, þeim er rituð voru í þessarri bók. 32. Og hann lét alla þá, er voru í Jerúsalem og Benjamín, gangast undir sáttmálann, og Jerúsalems-búar breyttu samkvæmt sáttmála guðs, guðs feðra þeirra. 33. En Jósías afnam allar svívirðingar úr öllum héruðum Israelsmanna, og þröngvaði öllum þeirn er voru í ísrael, til þess að þjóna drottni, guði sínum. Meðan hann var á lífi viku þeir eigi frá því að fylgja drottni guðí feðra sinna. Les: 34. og 35. kap. — Minnistexti: Eg geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að eg skuli ekki syndga gegn þér JSálm. 119, nj. Hinar helgu bœkr Gyðinga voru geymdar í musterinu. Um 70 ár hafði musteris-guðsþjónustan verið vanrœkt, og hin helgu rit fallið í gleymsku á þeim tíma. Lögmálsbók drottins (21. v.) hefir líklega verið mikill hluti 5. Mósesbókar, sem hefir verið falin í musterinu af prestunum á þessum guðleysis-timum, til þess að hún yrði ekki eyðilögð, en fundizt svo, þegar Hilkía var að rannsaka féhirzlur musterisins. Áhrifin af bókarfundinum: 1. Konunginum verðr ljósari synd

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.