Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1911, Qupperneq 20

Sameiningin - 01.06.1911, Qupperneq 20
112 rœðna Jesú. Þessu er fleygt fram svo sem á því leiki enginn efi, þrátt fyrir það, þótt allir viti, að gamlir menn muna venjulega betr það, sem gjörðist í œsku þeirra, en hitt, sem gjörist á hverjum clegi eftir að ellin hefir sókt þá heim. Gamalmenni muna jafnvel smáatriði, er komu fyrir í œsku, þótt alls ekki sé markverð. En árin, sem Jóhannés var í fylgd með Jesú, hafa lilotið að vera hon- um minnisstœðustu ár lífs hans. Hugr hans hrifnari þá og móttœkilegri fyrir öll áhrif en ella. Enda ber frá- sögnin þess ljósan vott með því að tilgreina ýmsa smá- muni, sem enga þýðingu hafa fyrir umtalsefnið, einsog eg hefi áðr bent á. 1 mínum augum er það því áreiðanlegt, að Jóhannes hefir munað rétt eftir öllum þeim kraftaverkum, sem hann sá, og einnig aðal-efni rœðna Jesú. Meira að segja: sumar þær rœður eru svo samdar, að slíkt getr enginn maðr gjört, t. d. 17. kap. Til þess þarf meira en mannlegt vit og mannlegan kærleik. Og svo vilja menn halda því fram, að sá, sem bað þeirrar bœnar, hafi viljandi dregið þjóð sína á tálar! (i) Aðrir segja: Eg get ekki trúað kraftaverkum, því þau eru ónáttúrleg. Hér einnig verðr að dœma eft- ir vitnisburði þeirra, sem sögurnar tilgreina. Að einu þeirra, upprisunni, eru allt að 500 vottar (1. Kor. 15, 6). Því ætla má, að Gyðingar hefði ekki legið á liði sínu að fá einhverja þeirra, sem voru í fylgd með Jesú til þess að neita þessum framburði Páls, ef þess hefði kostr verið. TJpprisa Jesú er nœgilega sönnuð með fjórða guðspjallinu einu. Með 20. kap. þess guðspjalls til lilið- sjónar verðr sannsöguleik þess atburðar ekki með neinu móti neitað. Tjrlausn þeirri, að Jesús hafi verið lifandi, er hann var tekinn af krossinum, er nœgilega svarað með frá- sögninni um spjótstunguna (19, 34. 35), og það að ó- mögulegt er að bera fram, að um skynvillu hafi verið að rœða, er lærisveinarnir urðu hans varir eftir upprisuna, er fvllilega sannað með 20. kap., sérstaMega 19.-31. Fjórða guðspjallið sannar því, að Jesús hafi risið upp

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.