Sameiningin - 01.06.1911, Qupperneq 16
Þó hygg eg, að nóg liafi sagt verið til þess að sýna,
hverjum sanngjörnum manni heim sanninn um það, er
eg að framan hefi leitazt við að fœra rök að. Vil eg nú að
endingu leitast við að sýna, að hver sanngjarn maðr,
sem trúir því, að postuli Jesú hafi samið fjórða guð-
spjallið, hlýtr að viðrkenna guðdóm Jesú Krists.
Fyrst verð eg að benda á það, sem reyndar allir
ætti að skilja, en oft virðist ekki kannazt við í reynd-
inni. Það er rangt að varpa til hliðar og neita sann-
leiksgildi frásagna um yfirnáttúrleg atvik af þeirri á-
stœðu einni, að þau sé eða virðist yfirnáttúrleg, því
spurningin, sem liér er um að ræða, er einmitt það, hvort
það „yfirnáttúrlega“ eigi sér stað eða ekki.
Á máli liugsanafrœðinnar heitir þessi aðferð petitio
principii (á ensku kallast liún begging the question),
Kök verða eigi fœrð á þann hátt. Vel get eg skilið, að
slíkt hendi marga menn; en þegar menntaðir menn, sem
betr vita, leyfa sér þá aðferð, þá er það merki um óráð-
vendni eða vanhyggju.
Söguleg rök eru þau einu, sem í raun og veru geta
komið til g'reina í því efni, og sögnleg rök eru fram-
burðr trúverðugra vitna frá liðnum öldum. ímyndun
ein er engin sönnun. Allt snýst um það, livort vitnin,
sem vætti bera, sé trúverðug. Spurningin verðr þá
þessi: Er sanngjarnt að álíta, að Jóliannes postuli
liafi borið sannleikanum vitni?
Sú var tíðin, að eg athugaði þá spurningu alvarlega.
Var eg þá vantrúaðr maðr, en vildi vera sanngjarn.
Stendr því trúarleg revnsla mín bakvið svar mitt uppá
þessa spurningu, — reynsla, sem kom fyrir mig, er lífs-
gleði mín var sem næst engin, því trú hafði eg í raun
og veru enga, en mér fannst þetta líf tilgangslaust og
myrk ráðgáta.
Sögulega þekkingu um þetta atriði hafði eg’ enga,
en eg las guðspjallið og fannst mér þá — einsog eg nú
er sannfœrðr um—, að sá, er reit guðspjallið, hefði ver-
ið sjónarvottr atburða þeirra. er liann skýrir frá. Eg
leitaðist við að finna einhverja ástœðu, sem eg gæti ör-
uggt treyst, fyrir því að neita þessu atriði, en fann