Prentarinn - 01.01.1966, Side 5

Prentarinn - 01.01.1966, Side 5
Þetta tbl. Prentarans er fyrst og fremst til minningar um Odd Björnsson og störf hans í þágu íslenzkrar bókmenningar. Hér er þó aðeins fátt eitt á blað fest af störfum hans og lífi og er auk þess síðbúið sem aldarminning. Faðir 8 stunda vinnudagsins á íslandi Á fyrstu árum prentarasamtak- anna, í Prentarafélaginu gamla, var Oddur Björnsson virkur og áhugasamur meðlimur. Þá strax kom í ljós sá brennandi áhugi, sem hann hafði fyrir menntun og menningu stéttar sinnar. Síð- ar, þegar hann er orðinn prent- smiðjueigandi, má enn glöggt kenna, að hann er trúr þeirri æskuhugsjón, að meta menntun og menningu alþýðumannsins um aðra hluti fram. Því er það ekki að ófyrirsynju, að hann gengur fram fyrir skjöldu og gerist brautryðjandi á því sviði að skapa stéttarbræðrum sínum, prenturum, þau undirstöðuskil- yrði til menningarlífs, að stytta vinnudaginn úr 9 stundum í 8 stundir á dag. Um það segir svo í 25 ára minningarriti Plins ís- lenzka prentarafélags: „í miðjum nóvember sendi stjórn Félags íslenzkra prent- smiðjueigenda (sem stofnað hafði verið þá um sumarið af prentsmiðjueigendum um land (Framhald á blaðsíðu 37). ODDUR BJÖRNSSON, pretitmeistari. PRENTARINN

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.