Prentarinn - 01.01.1966, Page 25

Prentarinn - 01.01.1966, Page 25
Bókagerðarmenn í Noregi sameinast í eitt samband Óðinn Rögnvaldsson, varaformaður HÍP, segir frá 19. landsþingi norskra prentara 7.— 10. nóvember s.l. héldu norskir prent- arar 19. landsþing sitt. Hinu íslenzka prent- arafélagi var boðið að senda þangað áheyrn- arfulltrúa og sat Oðinn Rögnvaldsson, vara- formaður félagsins, þingið sem fulltrúi HÍP. Hann segir hér á eftir frá þvt helzta sem gerðist á þinginu: Þingið var sett með hátíðlegri athöfn í Samfundshuset, en í því húsi hefur Prent- arasambandið og fleiri verkalýðsfélög skrif- stofur sínar. Þingsetningin hófst með því að 15 manna hljómsveit frá óperunni spilaði. Að því búnu bauð Roald Halvorsen, for- maður Norska prentarasambandsins, þing- fulltrúa velkomna og fór nokkrum orðum um þau vandamál, sem norskur verkalýður væri að glíma við í dag. Því næst söng kór prentara í Osló nokkur lög og foimaður minntist látinna félaga. Þegar kjörnir höfðu verið forsetar og rit- arar þingsins og kosið í nefndir fluttu er- lendu gestirnir ávörp. Þeir voru frá Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi, íslandi, Sviss, Vestur-Þýzkalandi, Austurríki, Hollandi og einnig var fulltrúi frá Alþjóðasambandi bókagerðarmanna (IGF). Hver voru aðalmálin sem lágu fyrir þing- inu? Fyrst á dagskránni var skýrsla stjórnar- innar og reikningar sambandsins. Hvort tveggja var samþykkt samhljóða. Og þá var komið að aðalmáli þingsins. Þetta var mjög sögulegt landsþing, og ástæðan var sú, að á dagskrá þess var til- laga um sameiningu þriggja höfuðsambanda bókagerðarmanna í Noregi — þ. e. a. s. Prentarasambandsins, Bókbindarasambands- ins og Sambands offsetprentara — í eitt samband, Norsk Grafisk Forbund. Og auð- vitað vakti það mál mesta athygli okkar cr- lendu gestanna. Roald Halvorsen skýrði frá þeim viðræð- um sem fram höfðu farið milli samband- anna þriggja. Norska prentarasambandið liafði haft forgöngu um fyrstu viðræður félaganna árið 1964. Tveir menn frá hverj- um aðila voru þá valdir til að ná samkomu- lagi — og það tókst. Þetta 19. landsþing Prentarasambandsins samþykkti aðildina fyrir sitt leyti. Stofnþing Norsk Grafisk Forbund var svo haldið 13. desember s.l. í stjórn þess eru kjörnir 13 menn: 4 frá offset- prenturum, 4 frá bókbindurum og 5 frá prenturum. í miðstjórn sambandsins eru 43 menn. Auk 13 stjórnarmanna eru kosnir 10 frá Bókbindarasambandinu, 8 frá Sambandi offsetprentara og 12 frá Prentarasamband- inu. Er þá höfð hliðsjón af félagatölu hvers sambandsaðila. Bókbindarar eru um 4500 í Noregi, offsetprentarar um 1900 og prent- arar nálægt 6500. Hver er ástæðan fyrir sameiningu þessara þriggja sambanda? Höfuðástæðan er að sjálfsögðu þær miklu tækniframfarir, sem orðið hafa í prentiðn- inni að undanförnu. Ný tækni hefur brotið niður gömlu landamærin milli offsetprent- aranna og setjaranna, og nú eru að verða algengar prentvélar, sem bæði eru gerðar fyrir offsetprentun og hæðarprentun. — Tækniþróunin hefur sem sé valdið því að þessar tvær starfsgreinar nálgast mjög hvor aðra — fara hvor inn á annars svið. Það hljóta því að verða árekstrar. Þá er vandinn að ná samkomulagi um verkaskiptinguna. í Noregi hefur samstarfið milli prentarasam- bandanna verið sérlega gott. Sú góða sam- PRENTARINN 21

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.