Prentarinn - 01.01.1966, Page 27

Prentarinn - 01.01.1966, Page 27
Frá landsþivgi Norska prentarasambandsins. sem ekki voru í nefndum höfðu góðan tíma á kvöldin. Að þinginu loknu var haldið mikið hóf uppi á Frognesetret. Norðmennirnir köll- uðu það „Afslapningsfest“, og þeir kunnu sannarlega að slappa af. Menn voru líka ný- endurkjörmr og kátir! — og þetta var hin ágætasta veizla. Að morgni 11. nóvember fórum við hjónin til Kaupmannahafnar. Hartvig Mayer, gjaldkeri Danska prentarasambands- ins tók á móti okkur, bauð okkur út að borða þá um kvöldið og síðan á skemmti- staði. Daginn eftir sýndi Mayer mér húsa- kynni Prentarasambandsins að Martinsvej 8. Þeear við sjenemm geonum eina skrifstofuna rak éo augun í eyðublöð sem vöktu athygli mína. Þetta voru umsóknareyðublöð um styrki til endurhæfingarnáms. Þarna var um að ræða námskeið í umbroti á filmusátri, filmusetningu, teletypesetningu o. þ. u. 1. Námskeiðin eru haldin af forgöngu Prent- arasambandsins. Ég spurði Mayer hvort hann teldi möguleika á því að íslenzkir prentarar gætu sótt slík námskeið í Dan- mörku. Hann sagðist því miður ekki búast við því. Danska ríkið kostaði þessa endur- hæfingu að miklu leyti, svo vart kæmi til greina að íslendingar gætu notið þar góðs af. Hvernig litu Danir á þær skipulagsbreyt- ingar, sem norskir bókagerðamenn voru að framkvæma? Ég spjallaði örlítið við Henry Nielsen, formann Danska prentarasambandsins, og var hann hrifinn af því sem gerðist á lands- þingi norsku prentaranna. Danir hafa sjálfir verið að reyna að mynda samband bóka- PRENTARINN 23

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.