Prentarinn - 01.01.1966, Page 31

Prentarinn - 01.01.1966, Page 31
Valgeir Emilsson, ammr frá vinstri, ásamt þrem öðrum prenturwn á námskeiðinu — Suður-Afrikumanni, Svisslendingi og enskum prentskólakennara. Litum inn í leturgerðina. Það var sérlega skemmtilegt. Letursmíðin er mikil ná- kvæmnisvinna, og frá því stafurinn er teikn- aður og þar tii húið er að fullvinna matriss- una hefur hann farið gegnum 82 vinnustig. Á göngu okkar um verksmiðjurnar veitt- um við því athygli, hve mikil áherzla var lögð á hreinlæti, enda er rykið og óhrein- indin höfuðóvinir filmusetningarvélanna. í salnum, þar sem vélarnar eru lakkaðar er vinnan þó óþrifaiegri. Eldhætta er iíka tals- verð, og í öryggisskvni eru nokkrar dyr ávallt látnar standa opnar, svo starfsfólkið geti forðað sér, ef eidur brýzt út. Ég tók eftir því, að á þessari deild unnu margir svertingjar. Að síðustu komum við í samsetningar- salinn. Þar eru setningarvélarnar settar sam- an og að því búnu komið fvrir í sérstöku herbergi og keyrðar í nokkra daga, þraut- reyndar og gerðar á þeim þær lagfæringar sem með þarf, áður en þær eru sendar tii kaupenda. Að sjálfsögðu buðu Bretarnir okkur að lokum upp á te í samkomusai verksmiðj- anna, og Florio ræddi um eitt og annað varðandi fyrirtækið. Hann sagði okkur, að iMonotype-vélin væri bandarísk uppfinn- ing. Hún var fyrst sýnd á heimssýningunni í Chicago 1893, en fyrsta vélin var tekin í notkun 1897. Síðar hófu Bretar einnisr að framleiða þær. Brezku vélarnar þóttu betri, og nú eru Monotype-vélarnar einungis smíðaðar í Bretlandi. Reyndar sagðist hann eitt sinn hafa komið í prentsmiðju í Sví- þjóð og orðið undrandi að sjá þar Mono- type-vélar, því hann vissi ekki til, að þeir hefðu selt þessari smiðju vélar. Þegar betur PRENTARINN 27

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.