Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 11
Ibúafjöldi í Biskupstungum 1910-1990 Þróun fólksfjölda á Islandi 1910-1990 niðurskurður sauðfjár vegna riðu haft mikið að segja. Þá hefur það sitt að segja að unga fólkið tekur ekki við af þeirn eldri sem hætt hafa búskap. A nokkrum jörðum hefur búskapur lagst af með öllu sumar þeirra eru alveg í eyði á öðrum hafa risið sumarbústaðabyggðir. í garðyrkjunni er sama sagan að gerast samdráttur í greininni og garðyrkjustöðvar að leggjast af eða nýttar af öðrum. Þessu samfara er fækkun vinnuafls á hvert býli. Ljóst er að ef á að snúa þessari þróun við þarf að skapa ný atvinnutækifæri í sveitinni. Hólmfríður Ingólfsdóttir Ritgerð úr skólanum Sumardagurinn fyrsti Margrét Friðriksdóttir 8. bekk Sumardaginn fyrsta, þegar ég var sjö ára, var ég um kvöld með pabba mínum í hesthúsi að gefa. Við vorum búin að gefa köggla og pabbi var að vatna. A meðan fór ég að gá hvort hrossin væru búin með kögglana. Ég var búin að gá í stallaröðina öðrum megin og fór nú að gá hinum megin. Þá gáði ég fyrst hjá tveimur hestum sem við áttum, en svo kom ég að meri sem amma mín átti og sá svona út undan mér, þegar ég kíkti ofan í stallin, að hún dró hausinn undir sig. Það spáði ég ekkert meira útí, en allt í einu, voðalega snöggt kom hún og beit mig í kinnina. Fyrst náði ég ekki alveg hvað var að gerast, en svo greip ég um kinnina og sagði: “Á, hún beit mig.” Pabba brá svo að hann missti slönguna úr höndunum, tók hana svo upp aftur, skrúfaði fyrir, greip mig og hljóp með mig út í bíl. Hann keyrði eins hratt og hann gat með mig upp á spítala. Þegar við vorum komin þangað tók hann mig og hljóp með mig inn. Þegar við vorum komin þangað inn gerði ég mér almennilega grein fyrir hvað var að gerast. Þá fyrst fór ég að gráta. Ég var öll útötuð í blóði, hendurnar á mér, andlitið og fötin. Það var hringt í mömmu og hún kölluð úr vinnu til þess að koma, vegna þess að þegar læknirinn var búinn að skoða sárið sagði hann að ég yrði að fara í bæinn. Það átti að hringja í sjúkrabíl og fara þannig með mig, en það var enginn laus. Þá hringdi pabbi í vin okkar og bað hann að keyra okkur. Svo hringdi hann í bróður minn og bað hann um að fara upp í hesthús og klára að gefa. Þegar þetta var búið fórum við í bæinn. Við fórum beint upp á spítala og þegar það var búið að skoða sárið sögðu þau að ég hefði verið heppin. Það munaði bara nokkrum millimetrum að það næði niður í taugarnar í kinninni. Læknirinn sem gerði aðgerðina á mér hét Árni Björnsson. Ég er enn með ör á kinninni. Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.