Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 13
1932. Árferði og almenn afkoma. Árið 1932 hefir verið óhagstætt afkomu héraðsbúa. Verðfallið sem byrjaði árið fyrir hefur haldið áfram og hefur nú vonandi náð hámarki sínu. Þrátt fyrir þessa erfiðleika sem fólkið á við að stríða hefi ég hvergi orðið var við skort allir hafa nægjanlegt að bíta og brenna og er það vafalaust því að þakka að hér stunda allir landbúnað um aðrar atvinnugreinar er ekki að ræða en skuldir hafa vafalaust aukist að miklum mun. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði. Samkvæmt skýrslum prestanna hefir fólkinu fjögað í héraðinu á árinu um 42. Lifandi fæddust 40 börn eða 20,3 0/00 . Dauðföll voru 26 eða 13,2 0/00 reiknað eftir mannfjölda í ársbyrjun. Fólksfjögunin stafar sennilega af því að aðstreymið til kaupstaðanna minnkaði í bili. Sóttarfar og sjúkdómar. Heilsufar héraðsbúa hefir mátt heita gott engar meiri háttar farsóttir gengið á árinu. Slysfarir. Það kemur fyrir hér á haustin þegar menn eru að skjóta féð að kúlan fer í gegnum höfuðið á kindinni og í fótinn á manninum af því að hann stendurof nærri. Þetta kom tvisvarfyrirhér íhaust íbæðiskipti varkúlan í ristinniog náðist þegar búið var að staðdeyfa. Ýms heilbrigðismál. Þar sem jarðhiti er er hann víða notaður til að hita upp bæina og er það ódýrt miðað við kolahitun þarsem kolatonnið kostar 80 kr. Viðurværi almennings má heita gott, þurrabúðarfólk ekki til, garðrækt töluverð en gæti veriðmiklu meiri. Ýmisskonarkáltegundireru ræktaðar en nokkuð skortir á að almenningur kunni að matreiða þær ennþá. Vínnautn er nokkur þó ekki geti hún talist mikil. Menn drekka eingöngu heimabrugg “Höskuld” eða “Landa” er það hvorutveggja hinn andstyggilegasti drykkur. Ég hef bragðað tvær tegundir af slíkum varningi. Var önnur á litinn sem jökulvatn og megn fýla af og er þeim mönnum ekkiklígjugjarntsemgeta renntslíku niður. Hintegundin var nokkru tærari en þó ill drekkandi. 1933. Árferði og almenn afkoma. Árferði í meðallagi. Afkoma almennings sæmileg, enginn skortur fata né fæðis. Framfarir í jarðrækt töluverðar, húsabætur minni. Fólksfjöldi, barnkoma og manndauði. Fólkinu hefur fækkað á árinu í héraðinu um 51. Barnakoma og manndauði svipað og árið áður. Sóttarfar og sjúkdómar. Heilsufar hefur verið gott allt árið að undanteknum mánuðunum mars, apríl og maí er influensa gekk hér. Mátti hún þó teljast væg. Ýms heilbrigðismál. Húsakynnum fer lítið fram. Mér vitanlega hefur ekki verið byggt neitt íbúðarhús í héraðinu á árinu. Skeiðamenn hafa byggt mjög vandaðan heimarvistarskóla með viðbyggðu leikfimishúsi, sem jafnframt er notað sem samkomuhús hreppsins. Er hvort tveggja prýðilega rúmgott og vandað. Mataræði ersvipað og annarsstaðar í sveitum á landinu. Garðrækt ertöluverð, flest allirframleiða nóg af kartöflum fyrirsig, sumirmeira. Kartöflusýkin gerði þómikinn usla hér síðastl. sumar, á mörgum bæjum eyðilagðist uppskeran algjörlega. Mjólkursala er almenn hér, einkum til mjólkurbúanna. Að vetrinum selja engir mjólk beint til Reykjavíkur enda bannað síðan mjólkurlögin tóku gildi. Um fjósin er það að segja að þeim er víðast hvar ábótavant eins og tíðkast hefur frá aldaöðli hjáokkur íslendingum. Þó eru á nokkrum bæjum fjós úr steinsteypu með haughúsi og safnþró, vatnsveitu og að öllu búin eins og best þekkist hér á landi. í Hvammi í Hrunamannahreppi er fjósið upphitað með hverahita. Ekki er mér kunnugt um að fjós séu notuð hér sem salerni. Yfirleitt held ég að megi segja að mjókurmeðferð sé viðunandi og fari batnandi. Þó verð ég að játa að ég er ekki nógu kunnugur þessu máli ennþá til þess að geta lagt fullnaðar dóm á það en mun nú leggja kapp á kynnast því eftir föngum. 1934 Árferði og almenn afkoma Fólkinu fækkar með hverju ári. Jarðirnar sem losna fara flestar í eyði. í Biskupstungum hafa 4 jarðir farið í eyði á þessu ári og svipaða sögu er segja úr hinum hreppunum. Afkoma almennings er bærileg. En áhugi manna á landbúnaði er ekki meiri en þetta að engir nýir umsækjendur eru um jarðirnar. Sóttarfar og sjúkdómar. Heilsufar hefur verið ágætt allt árið nema hvað skarlatssóttin hefur stungið sér niður á stöku stað en hvergi þung. Ýms heilbrigðismál. Lítið hefur verið byggt á árinu, 2 steinhús hafa þó verið byggð annað þeirra raflýst. Ennfremur hefur verið raflýstur íþróttaskólinn ÍHaukadal. íþróttanámskeiðvar haldið ívetur í Skeiðahreppi og var vel sótt. íþróttaáhugi breiðist út frá skólunum á Laugarvatni og Haukadal. Töluvert hefur borið á miðeyrabólgu hjá sundfólki á þessum stöðum sem stafarsennilegafrá laugarvatninu. Mjólkursala eralmenn hértil mjólkurbúanna. Um fjósin er það að segja að þau fullnægja sumsstaðar ekki lágmarkskröfum um hreinlæti, eru þannig byggð að hreinsun er erfið. Óvíða held ég að fjósin fullnægi kröfum hinnar nýju reglugerðar um meðferð mjókur og rjóma, enda ekki ennþá unnist tími til að breyta þeim í samræmi við hana. Ekki er mér kunnugt um að veggjalús eða kakalakar séu í húsum manna, nokkursstaðar í héraði mínu. Aftur á móti eru rottur mjög útbreiddar hér, einkum á Skeiðum og í Hreppum og eru hinir verstu vágestir. 1935. Árferði og almenn afkoma. Árferði hefur verið með betra móti, veturinn mildur vorið kom snemma, grasvöxtur í meðallagi og heyskapartíð fremur hagstæð hér sunnanlands. Afkoma manna ætti Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.