Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.07.1992, Blaðsíða 18
Hestamannafélagið Logi Hestamannafélagið Logi í Biskupstungum hélt Vetrarmót í vetur annað árið í röð. Fyrsta mótið var 29. febrúar á nýjum hringvelli viðTorfastaði og var völlurinn vígður um leið, en þessi völlur er í eigu heimafólks á Torfastöðum. Annað mótið vará sama velli 28. mars, en síðasta mótið á velli félagsins við Hrísholt 9. maísl. Þátttaka var nokkuð góð og jöfn og er greinilegt að vel er hægt að halda svona mót á veturna, sérstakiega eftir að kominn er jafn góður völlur og er nú á Torfastöðum. Á síðasta mótinu var keppt í 150 m skeiði. Vetrarmótið er stigakeppni og safnar knapinn og hesturinn stigum og er svo lagt saman í lokin og veitt verðlaun 10 efstu hestunum. Bestum tíma í skeiði náði Gorbasjof frá Vallanesi, eig. Sigurjón. Sæland, Stóra-Fljóti, knapi var Magnús Benediktsson. I fyrsta sæti í fullorðinsflokki var Gráblesa 6 v. frá Kjarnholtum, eig. Gísli Einarsson Kjarnholtum, knapi María Þórarinsdóttir. í fyrsta sæti í unglingaflokki var Ormur 6 v. frá Torfastöðum, eig. Ólafur Einarsson, knapi Fannar Ólafsson. I fyrsta sæti í barnaflokki var Frosti 9 v. frá Miklaholti, eig. Óttar Bragi Þráinsson Miklaholti, knapi Elva Björg Þráinsdóttir. Reiðnámskeið var ífyrsta sinn hjá okkurað vetri til ávellinum við Torfastaði. Kennari var Rosemarie Þorleifsdóttir og var almenn ánægja með námskeiðið. Árshátíð félagsins var í Aratungu og fengum við Geirmund Valtýsson til að sjá um fjörið og tókst það mjög vel. Aðalfundur var svo haldinn 14. apríl og eru félagar nú um 120. Logi er nú búinn að sækja um inngöngu í Hestaíþróttasamband íslands og er ákveðið að hafa samstarf við Hestamannafélagið Trausta. Nefndir kosnar á aðalfundi Loga 14.4.1992. Skeiðvallarnefnd: Haraldur Kristjánsson Einholti, Kristján Kristjánsson Borgarholti, Guðmundur Óskarsson Reykholti, Einar Þáll Sigurðursson Norðurbrún, varamaður. Kappreiðanefnd: Sigurður Guðmundsson Reykjavöllum, Sigurjón Sæland Stóra-Fljóti, Óttar Bragi Þráinsson Miklaholti, Friðrik Sigurjónsson Vegatungu, Þórey Jónasdóttir Haukadal, Ólafur Einarsson Torfastöðum varamaður, Kristinn Antonsson Fellskoti. Veitinganefnd: Katrín Þórarinsdóttir Aratungu, Hólfríður Óskarsdóttir Rauðaskógi, Hólmfríður Ingólfsdóttir Brennigerði, Gyða Vestmann Reykholti, Ragnhildur Magnúscfóttir Gýgjarhólskoti varamaður Kappreiðadómnefnd: Arnór Karlsson Arnarholti, Guðni Karlsson Gýgjarhóli, Valur Lýðsson Gýgjarhóli, Sveinn Skúlason Bræðratungu varamaður. Sumarskemmtinefnd: María Þórarinsdóttir Fellskoti, Kjartan Sveinsson Bræðratungu, Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum, Þétur Skarphéðinsson Launrétt varamaður. Húsverðir: Loftur Jónasson Kjóastöðum, Kristján Kristjánsson varamaður. Ljósmyndari: Sigurlína Kristinsdóttir. Framkvæmdanefnd íþróttadeildar: Kristinn Antonsson Fellskoti, Jakob Hjaltason Lyngbrekku, Guðmundur Grétarsson Syðri-Reykjum, Kristján Kristjánsson Borgarholti varamaður. Fulltrúar á Landsþing L.H. Þráinn Jónsson Miklaholti, María Þórarinsdóttir Fellskoti, Ólafur Einarsson Torfastöðum varamaður, Óttar Bragi Þráinsson Miklaholti. “ Endurskoðendur: Arnór Karlsson Arnarholti, Kjartan Sveinsson Bræðratungu. Gjaldkeri: Einar Ráll Sigurðsson var endurkjörinn. Varastjórn: Gústaf Loftsson Kjóastöðum endurkjörinn, Helgi Guðmundsson Hrosshaga endurkjörinn. Fannar á Ormi 6 v., vinningshafi í unglingaflokki á vetrarmóti 1992. Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.