Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 3
Er það ekki Skólavarðan í Skálholti & Ritstjómargrein I JA sem er á forsíðunni Áður fyrri var talað um að þreyja þorrann og góuna því á þeim árstíma eru harðindi mest og líkur til hungurs hjá fólki og fellis búpeningi þegar illa áraði. Nú merkir þetta samkvæmt orðabókum að komast yfir tímabundna erfiðleika. Rétt er þó að hafa í huga að til er fólk hér í sveit sem man eftir því að fyrri merking þessa orðtaks var yfirvofandi. Nú ríkir kreppa í þjóðfélaginu, atvinnuleysi það mesta sem komið hefur síðastliðin 40-50 ár, vonleysi ríkir og ekki sér enn fyrir endann á kreppunni. Mikil átök eru um skipingu þjóðartekna og ákafar deilur um fyrirkomulag kvóta í sjávarútgerð og ósamkomulag um landbúnaðarmálin. Vandi landbúnaðar og sjávarútvegs er þó í eðli sínu ólíkur annars vegar samdráttur í afla og óhagkvæmi í úrvinnslu og rekstri sjávarútvegsfyrirtækja en hins vegar offramleiðsla og uppsöfnun birgða hjá landbúnaði. Sú skoðun á vaxandi fylgi að fagna að verð landbúnaða- rvara sé of hátt og hægt sé að lækka það með innflutningi og létta þar með á neytendum í þeiiTÍ kreppu sem nú ríkir. Þeirri framleiðslustýringu í landbúnaði sem komið hefur verið á hefur ekki tekist að lækka verð nægilega að dómi þeirra sem eiga að kaupa afurðirnar. Þó þykir þeim sem framleiða þeir fá lítið í sinn hlut. Þrengt hefur verið að þeim sem stunda ylrækt og innflutningur hafinn í samkeppni við hana. Ekki er útlit fyrir breytingar á þeirri stefnu að auka innflutning og herða að landbúnaði séu í nánd. Afleiðingar þessa geta orðið okkur í Biskupstungum afdrifaríkar því hér sótt að höfuðatvinnuvegum þessarar sveitar. Til að bregðast við þessu þarf að taka til skoðunnar alla möguleika sem geta bætt stöðu okkar. Sameining sveitarfélaganna er möguleiki til að efla byggðina og reyndist hafa töluvert fylgi hér í kosningum í haust. Þessa leið þarf að skoða nánar. Aukning atvinnutækifæra hér á landi síðastliðin ár hafa að mestu verið í þjónustugreinum. Til þess að geta fengið okkar hlut af þessari aukningu þarf að efla sveitarfélögin svo þau séu fær um um að veita þessa þjónustu. Efling ferðaþjónustu þokast áfram og þar er vaxtarbroddur sem þarf að hlú að. Því miður er reynslan af annarri uppbyggingu atvinnu ekki eins góður eins og dæmin uin laxeldi og minnkarækt sanna. Ekki má þó missa móðinn heldur verður að leita verður allra leiða til að efla atvinnulífið. Þau atriði sem hér hafa verið gerð að umtalsefni eiga eftir að valda ýmsum öðrum breytingum og vel má vera að við fáum bæði að þreyja þorrann og góuna áður en lýkur. Við skulum hafa í huga reynslu genginna kynslóða um að lokum kemur betri tíð með blóm í haga. PS Rafsel h/f Eyrarvegi 3 Heilsugæslustöðin Laugarási s. 21439 fax 22044 s. 68880 Einar Tryggvason, húsasmíðameistari s. 985-38317 Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.