Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 21
Yleining HVAÐ ERAÐ FRÉTm AF YLEININGU? Nú þegar 4. rekstrarár verksmiöju Yleiningar er aö hefjast, er ekki úr vegi aö reyna aö svara þeirri spurningu sem sett er fram í fyrirsögn. Svarið veröur sjálfsagt eins og hjá flestum sem spuröir eru á þennan veg; bæöi slæmt og gott. Reksturinn hefur verið mjög erfiöur þessi fyrstu ár og hefur verulegt tap verið fram til þessa. Ástæður þess eru margar, og skulu hér nefndar þær helstu án þess aö fara í smáatriði. Skáldið sagöi: „Þótt þú tapir þá gerir þaö ekkert til, því þaö er hvort sem er vitlaust gefið Þær forsendur sem menn gefa sér geta verið fljótar aö breytast. Þessari verksmiöju var fyrst og fremst ætlað aö framleiöa þakeiningar (húseiningar) úr timbri, en vegna samdráttar í byggingariönaöi sem leiddi til mikilla niöurboöa á allri trésmíði, brugöust forsendur fljótt. Því á sama tíma þurfti aö þjálfa starfsmenn og hagræöa ýmsu, og jafnframt aö leggja fram mikla þróunar og hönnunarvinnu. Svo aö í stuttu máli sagt, þegar allt þetta fór saman ásamt meö því aö verið var aö koma meö vissa nýjung á markaðinn sem þurfti oftar en ekki aö þola ósanngjarnar kröfur, þá gekk þetta dæmi ekki upp. Því varö þaö úr á síðastliðnu ári aö ákveðið var aö leggja aö mestu til hliðar timbureiningarnar, í bili a.m.k. Á s.l. ári var framleiðslan aö mestu í úreþaneiningunum. Þær eru aö mestu stálsamlokur sem eru nú orðnar nokkuö þekktar, m.a. í þökum gripahúsa, og nokkur svínahús hafa verið byggö aö öllu leyti úr þessum einingum. Þessar úreþaneinangruðu einingar eru af ýmsu tagi, og hefur vinna veriö lögö í aö leysa hin og þessi vandamál, svo hægt sé aö höföa til fleiri notenda. Þetta á t.d. viö meö kæliklefa og kæliklefahuröir, en einnig var þróuö upp alveg ný gerö húseininga. Þaö er svokölluð SP-100 samlokueining sem er mestu afurð starfsmanna Yleiningar. Þessi framleiðsla fékk mjög góöar viötökur og var búiö aö selja mörg þúsund fermetra áður en eiginleg framleiösla hófst. í samvinnu viö Límtré var byggt sýningarhús ( sjá mynd ) til sýna aö þessar einingar henti einnig í lítil hús, en aö langmestu leyti hafa þær verið notaöar í stærri hús. Ég ætla nú aö láta þetta nægja um framleiðslu- vörurnar þó aö sjálfsögöu mætti skrifa langt mál um þær, en snúa mér heldur aö framtíðarhorfum og samkeppnisstöðu Yleiningar. Eins og hefur komiö fram í fjölmiölum þá kæröi Yleining til samkeppnisráös þá mismunun sem fyrirtækiö hefur þurft aö þola vegna mismunandi túlkunar byggingaryfirvalda á byggingarreglugerö. Meö öörum orðum þá hefur Yleining ( og aðrir innlendir húshlutaframleiöendur) þurft aö uppfylla þær kröfur sem reglugerðin setur og Rannsóknarstofnun byggingariönaöarins staöfestir, t.d. buröarþol og brunaþol.Þetta er aö sjálfsögöu eðlilegt ef sömu kröfur væru gerðar til innfluttra húshluta. Samkvæmt lögum þá hafa byggingarfulltrúaembættin á hverjum staö eftirlit meö því aö reglugerð sé fylgt, en þar virðist stundum sem aö ekki séu gerðar sömu kröfur til innfluttra húsa og þeirra innlendu. Þarna er semsagt vitlaust gefið. Auövitaö er lífsspursmál fyrir þennan iönaö sem og aöra innlenda framleiöslu aö innflutningurinn fái ekki slíka forgjöf (íslenskt, já takk!) Sýningarhús Yleiningar og Límtrés. Af öörum ytri aðstæðum sem okkur eru óhagstæðar má nefna alltof stutt lán. Langstærstu lánveitendur eru lönlánasjóöur og Iðnþróunarsjóður en þeirra lán eru til 6-8 ára og segir sig sjálft aö þaö er afskaplega erfitt aö greiða þau niöur þessi fyrstu ár. En nú er vinna í gangi í iðnaðarráðuneytinu til endurskoðunar þessum lánareglum. En svo viö lítum aöeins fram á viö og reynum aö vera bjartsýn, þá er þetta helst aö nefna. Nú höfum viö góöan og þjálfaðan mannskap bæöi í framleiðslustörfum og í hönnun og tæknivinnu, sem eru mikil verömæti. Vörur verksmiöjunar mæta ekki lengur sömu tortryggni og í upphafi. Viö veröum aö trúa því aö meira veröi byggt á næstunni, og aö Yleining fái sinn skerf af því. Þótt svo aö tekist hafi aö ná upp æ meiri framleiðni í verksmiöjunni, þá er nauðsynlegt aö auka framleiösluna. Ég læt hér lokið þessum sundurlausu punktum frá Yleiningu en viö vonum aö þetta nýbyrjaöa ár veröi betra en þau fyrri svo takast megi aö tryggja stööu þessa stærsta vinnustaðar hér í sveit. Gunnar Sverrisson, form. stjórnar Yleiningar. Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.