Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 11
Frá 10. bekk Reykholtsskóla Mánuðirnir (gamlar vísur). Svanur. Svífur svanur hátt. vindar um hann líöa, sýnir afl og mátt, nálgast dali víöa. Himnaloftiö klæöir flýgur stoltur, stór hátt um nolt og hæöir yfir vötnin fór. Veiðimaður sekur horfir svaninn á, byssu úr slíðri tekur, hleypir skoti frá. Skot í svani lendir, lækkar flugiö fljótt, dauöans dapri endir, deyfir lífiö skjótt. Hreiðar Ingi Porsteinsson 10. bekk. Tólf eru synir tímans, sem tifa frá hjá þér. Janúar er á undan meö áriö í skauti sér. Febrúar á fannir þá læöist skugginn lágt. Mars þótt blási biturt þaö birtir smátt og smátt. í apríl vorar aftur, þá ómar söngur nýr. í maí flytur fólkið og fuglinn hreiöur býr. í júní sest ei sólin, þá brosir blómafjöld. f júlí baggi er bundinn og boröuö töðugjöld. í ágúst slá menn engið, og börnin tína ber. í september fer söngfugl og sumardýrðin þverr. í október fer skólinn aö bjóöa börnum heim. Og nóvember er náttlangt í norðurljósageim. Þótt desember sé dimmur þá dýrðleg á hann jól. Meö honum endar áriö og aftur hækkar sól. Margrét Friðriksdóttir 10. bekk. f M M M H M H H M H M M M M M M M M M M M M M M I. ÍMM ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ HT Hamingjan. Tár í auga, bros á vör. Viö gengum lífsins fyrsta spöl. Gegnum gleöi, gegnum sorg. Gengum inn á dúfnatorg. Sáum Ijós, fundum myrkur. Hamingjan birtist, sorgin hvarf. Svona er hamingjan. Jóhanna Magnúsdóttir 10. bekk. Gleymd. Mig langar til aö fljúga burt vera ekki lengur til, falla í gleymsku og rjúka burt. Ég er orðin rykfallin allir búnir aö gleyma mér, ég er gufuð upp. Hildur Ósk Sigurðardóttir 10. bekk. iWMmwM.WMmwn.mwM.mmmmmmmmmmmmM'Mwmwmmmm ■ k m a ■ ■ ■ i Það var einu sinni skipstjóri sem átti páfagauk og skip sem hét Frúin. Og páfagaukurinn kunni að tala. Þeir ætluðu að sigla frá Islandi til Bandaríkjanna, og ætluðu að veiða fisk á leiðinni. Að veiðum loknum þá kom hásetinn og spurði skipstjórann hvað þeir ættu að gera við síldina. Þá sagði skipstjórinn „skera af þeim hausinn og salta í tunnu“. Þá hermdi páfagaukurinn eftir skipstjóranum „skera af þeim hausinn og salta ofan í tunnu“. Svo sigldu þeir áfram til Bandaríkjanna. Nótt eina sigldu þeir á annað skip og leki kom að skipinu. Þá sagði skipstjórinn: „Frúin lekur, frúin lekur“ Þá hermdi páfagaukurinn strax á eftir: „Skera af þeim hausinn og salta ofan í tunnu, Frúin lekur". En þeir komust fyrir lekann. Um næstu nótt þá klessa þeir á ísjaka og þá sagði skipstjórinn: „Búmm, svaka hvellur“. Þá sagði páfagaukurinn: „Skera af þeim hausinn, Frúin lekur, búmm, svaka hvellur“. Svo koma þeir til Bandaríkjanna og fara í kirkju. Svo sagði presturinn. „Hvað á að gera við blessuð börnin“? „Skera af þeim hausinn og salta í tunnu“ ,sagði páfagaukurinn. Þá hló ein konan svo mikið að hún pissaði í sig. „Frúin lekur, frúin lekur“, sagði páfagaukurinn. Þá varð presturinn svo vondur að hann kastaði páfagauknum í vegginn. Þá sagði páfagaukurinn; „Búmm svaka hvellur“. Einar Páll Mímisson 10. bekk. Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.