Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 5
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verður greint frá helstu viðburðum hér í sveit frá vetrarbyrjun og fram í byrjun góu. Veðurfar hefur verið fremur óstöðugt en ekki nein sérstök harðindi. Nokkurn snjó setti niður snemma í nóvember en hann tók fljótlega upp aftur. Hefur raunar á því gengið allan þennan tíma. Snjórinn hefur samt lítið hamlað samgöngum en stuttar bylgusur stundum gert ferðalöngum lífið leitt í bili. Frosthörkur voru nokkrar fyrir og um miðjan desember og kom þá dálítill klaki í jörð. Þorrinn var dálítð rysjóttur, framan af, öskudagurinn var mildur og fyrstu góudagana var blíða. Samkvæmt þjóðtrúnni ætti því að verða veðurblíða á föstunni en vora illa. Heilsufar fólks hefur verið heldur gott, en þó bar töluvert á flensu fyrir jólin. Minnigarsamkoma um Þorstein Sigurðsson á Vatnsleysu varhaldin í Aratungu fyrsta laugardag í desember í tilefni af að 100 ár voru liðin frá fæðingu hans 2. des. Bæði heimafólk og aðkomið skemmti sér þar við ræðuhöld, drykkju og þó einkum söng. Aðventusamkomur voru í kirkjum og var sú fyrsta í Skálholti fyrsta sunnudag í aðventu. Þar söng kór Menntaskólans að Laugarvatni og skólameistari flutti hugvekju. Einnig söng kór Fjölbrautaskólans í Breiðholti og strengjasveit lék. Viku síðar söng þar Árnesingakórinn í Reykjavík og enn viku síðar sungu Skálholtskórinn, Barnakór Biskupstungna, barnakórúr Gnúpverjahreppi og kór Stóra-Núpskirkju á kvölsdsamkomu þar ásamt hljóðfæraleikurum.. Skálholtskór söng í fleiri kirkjum og yngri hluti Barnakórs Biskupstungna söng og börn fluttu fluttu helgileik í messu á Torfastöðum. Síra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprestur í Hraungerði predikaði í kvöldmessu í Haukadal, svo nokkuð sé nefnt af kirkjulegum viðburðum á aðventunni. Jóla- og áramótamessur voru með hefðbundnum hætti, og svo var einnig um jólatrésskemmtun Kvenfélagsins. Nýja árið heilsaði með sorglegum atburði er íbúðarhúsið á Stöllum brann til kaldra kola á nýársnótt og tvö börn fórust. Guðrún Magnúsdóttir á Kjóastöðum bjargaði á síðustu stundu tæplega ársgamalli stúlku með því að sækja hana inn í brennandi húsið, og Þorgeir Björnsson á Reykjavöllum braut rúðu og hjálpaði stúlku þar út, þegar ófært var orðið um ganginn vegna hita og reyks. Fyrir þetta hlutu þau heiðursskjal og björgunarorðu Slysavarnafélags íslands. Fjársöfun fór fram til styrktar fjölskyldunni og mun hafa safnast um 2,5 milljónir króna. Óverðurshrinum nálægt þorrabyrjun fylgdu nokkkrar truflanir á rafmagni einkum syðst í sveitinni. Hjá Hitaveitu Laugaráss hefur verið keypt vararafstöð til að sjá dælum fyrir rafmagni í slíkum tilvikum, og er hún þeim kostum búin að fara sjálfkrafa í gang þegar rafmagn frá samveitu bregst. Fjölbreyttir tónleikar voru um miðjan janúar í Skál- holti, söngur og hljóðfæraleikur bæði í kirkju og skóla. Sigríður og Þorsteinn, börn Guðna Þorfinnssonar og Steingerðar Þorsteinsdóttur frá Vatnsleysu, syngja tvísöng á minningarhátið um afa sinn. Bygging rektorsbústaðar þar er vel á veg komin. Væntanleg fermingarbörn koma þar mörg um þessar mundir til stuttrar dvalar. Hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar, Caritas, afhenti nýlega Meðferðarheimilinu á Torfastöðum 550 þúsund króna styrk, sem er framlag til byggingar skólahúss þar. Þorrablót var haldið í annarri viku þorra í umsjá Torfastaðsóknar. Það var með hefðbundnum hætti, gestir snæddu úr trogum og skemmtu sér við heimasamda gamanþætti, söng og dans. Ær frá Guðmundi á Vatnsleysu fannst í Kiðagili á afrétti Bárðdælinga um miðjan febrúar. Hermt er að hún hafi verið illa á sig komin eftir langa hrakninga. Fregnir hafa borist af að hjá Sjónvarpinu sé verið að ganga frá þætti um skógræktarsvæðið í Haukadal. Upptökur fóru fram þar síðsumars en sýndur mun hann verða fyrir vorið næsta. Kristín Sigurðardóttir í Bergholti II, áður húsmóðir í Víðigerði, lést í Reykjavík á aðfangadag. Hún var jarðsett Torfastöðum. Börnin tvö á Stöllum, sem fórust nýársnótt, hétu Pétur Steinn Freysson Njarðvík og ísabella Diljá Hafsteinsdóttir. Þau voru jörðuð í Skálholti. Guðrún Einarsdóttir, sem var fædd á Litla-Fljóti fyrir rúmum 100 árum og uppalin þar, andaðist í Reykjavík í febrúarbyrjun og var jarðsett á Torfastöðum. Guðmundur Jónsson, áður bóndi á Kjaransstöðum, lést á Selfossi um miðjan febrúar. Hann var jarðaður á Torfastöðum. A.K. ________________________ Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.